Blanda - 01.01.1936, Page 174
barn fæddist í sókninni, er dó strax eftir fæö-
inguna; var þa'ð látiö í kistu Gests.
Eftir lát konu sinnar bjó Gestur meö ráöskon-
um, og höfðu þær veriö óstöðugar hjá honum.
Hver orsök hefir veriö, er mér ókunn. Má vera,
að þær hafi farið til hans i þeim tilgangi aö gift-
ast honum, en það hugsaði hann ekki um eftir lát
konu sinnar. Gestur var búmaður góöur, því aö
fljótt telst hann með efnuðustu bændum hreppsins.
Átti hann gott bú og þessar jarðeignir: Hæl, Hlíð-
argerði og hálft Miðfell í Hrunamannahreppi. Eg
tel víst, að hann hafi keypt eitthvað af þessuni
jörðum, en ekki fengið þær allar í arf, því að
hann átti mörg systkin, er komust til fullorðins-
ára. Gestur var ágætur nágranni, ekki ágengur,
en hélt þó hlut sínum. Var oft leitað til hans, er
á lá; var þar hjálp vís, gnógt í búi og vilji góður
til hjálpar. Gestur var hestamaður mikill, átti þá
góða og trausta. Þurftu klárarnir á því að halda,
að hafa stælta vöðva, því að hart var riðið. Þeg-
ar hann léði vinnufólki sínu hest í útreið, þá var
það viðkvæðið hjá honum: „Ríddu nú. eins og
þú sért frá Gesti á Hæli.“
Bygging var á Hæli hjá Gesti með þeim beztu í
sveitinni, eftir því, sem þá gerðist. Öll hús voru auð-
vitað undir torfþaki, því að þakjárn þekktist
þá ekki i sveitum. Baðstofa var fjögur stafgólf
að lengd og rúm fyrir vefstól, skarsúð á henni
allri og fjalargólf í tveim stafgólfum, þríhyrnuþil
á framstafi, þar í fjögra rúðna gluggi. Á vestur
hlið baðstofunnar var gluggi. Stofa var með port-
byggðu lofti og þili niður að jörð. Skemma og
smiðja, bæði húsin með þili. Gestur var góður járn-
smiður. Sérstaklega lagði hann stund á skráasmíði
og voru sumar þeirra listaverk. Járnsmíði stund-