Blanda - 01.01.1936, Page 175
169
a'8i hann fram á síðustu ár. Man eg vel, aö skrúf-
stykki sitt batt hann við rúmstólpa á rúmi sínu
°S svarf þar járnið, og þoldi kvennalið illa þjalar-
hljóðið.
Drykkjumður var hann, svo að orð var á gert,
en það voru fleiri í þá daga. Er mér til efs, að
hann hafi gjört mikið meira að því en sumir aðrir.
Gestur andaðist á Hæli, hjá Einari syni sínum,
21 • febrúar 1880. Húskveðju hélt yfir honum síra
Jóhann Briem, prófastur í Hruna. Var i minnum
haft, hve ræðan hefði verið góð og sönn, taldi
hann Gest hafa verið gáfaðan mann og dreng hinn
bezta.
Arið 1871 lét Gestur lausa jörðina Hæl í hend-
Ur Einari syni sínum. Kvæntist Einar þá heitmey
sinni, Steinunni Vigfúsdóttur Thorarensen, sýslu-
manns i Strandasýslu, Sigurðssonar Thorarensen,
Prests í Hrungerði, Gíslasonar prófasts í Odda (f.
1758, d. 1807), Þórarinsonar sýslumanns á Grund
1 Eyjafirði, Jónssonar. Kona Vigfúsar sýslumanns,
móðir Steinunnar, var Ragnheiður, dóttir Páls Mel-
steds amtnranns, Þórðarsonar prests að Völlum í
Svarfaðardal (f. 31. marz 1791, d. 9. maí 1861),
Jónssonar prests að Völlum (d. 1779). Ragnheiður
Var fædd 1816, gift 1841, dó á Hæli 9. febrúar 1914,
nær 98 ára.
Steinunn, kona Einars á Hæli, var fædd 24. júní
^848, dó á Hæli 2. janúar 1911. Hún ólst að nokkru
Eyti upp í Kampholti í Flóa hjá Eiríki danne-
brogsmanni Helgasyni, Eiríkssonar frá Bolholti,
°g Hildi Illugadóttur.
Eljótt kom það í ljós, að Einar mundi fram-
taksamur í búskapnum. Á fyrstu búskaparárum
SInum reif hann niður flestöll gömlu bæjarhúsin
°g reisti nýjan og vandaðan bæ. Timbur í nokk-