Blanda - 01.01.1936, Page 176
170
irö af bænum keypti hann á uppboði suöur á Miö-
nesi, og var þaö flutt sjóveg til Reykjavíkur, og
þaöan á reiöingshestum austur aö Hæli. Timbur
þetta var úr timburskipi, er strandaöi á Miðnesinu.
Skipið var mannlaust, er þaö strandaði. Timbriö
var allt í plönkum, og sást hvergi í því kvistur.
Fletti Einar plönkum, er heim kom, og brúkaöi
flettingana i þilverk í stofu, og þótti hún mjög
falleg. Blágrýtishellu flutti hann aö langar leiðir.
Var hellunni raöað á raftana; varöi hún þá fúa,
og ef henni var vel raðað á raftana, drupu húsin
mjög lítiö, en sterka viði þurfti undir hana. Hell-
an var mjög hættulegur flutningur. Vildi hún skera
reipin sundur, sem hún var bundin í. Ef baggi
datt af klakk, mátti eiga víst, að hún slasaöi hest-
inn. Ef hús hrundi, sem hella var á, braut hún
viðina og sjálf brotnaöi hún um leið.
Aö jarðabótum vann Einar meira en almennt
gerðist. Sléttaði í túni og þurrkaði votlendi meö
skurðum. Hlóð hann mörg hundruð faðma lang-
an flóðgarð. Þurfti mikið áræði til að ráðast í svo
stórkostlegt mannvirki, því að verkfæri voru þa
engin til, nema skóflur og þær mjög óhentugar.
Gaflar þekktust þá ekki. Smíðaði Einar sér járn-
krækjur, festi þær á tréskaft, og með þeim voru
kekkirnir dregnir upp í hleðsluna; en hleðslumað-
ur varð að hlaða með höndunum án verkfæra, og
var það kuldaverk, er kalt var í veðri.
Þegar Einar var búinn aö búa í 9 ár, dundu
yfir ein hin mestu harðindi er komu á 19. öldinni,
gaddaveturinn 1880—81. Þrengdu frostin svo að,
að brunna þraut. Til vatns náðist helzt í dýjum og
úti um jörð, og var opt sókt langar leiðir. Mátti
segja, að ólíft væri í húsum af hrími á súðum og
þiljum. Þjakaði fólki kuldi og myrkur í húsum;