Blanda - 01.01.1936, Page 184
i;8
brigöi koma fyrir í röö Siguröar frá þeirri röö, sem
Hannes tekur fyrir skólaáriö 1796—97. Afbrigöi
þessara er getiö neðanmáls hér og vísað til Skóla-
m.s. Annars er sjálf röðun piltanna sama hjá Sig-
uröi Péturssyni og í Skólameistarasögum, og þar
sem þar er getið um námstíma og afdrif hvers pilts
fyrir sig, þykir óþarft að taka það upp hér.
Þess skal getið, að þeir piltar, sem taldir eru í
9., ix., 13., 27., 28., 36., 37., 41,, 42,, 45» og 48, vísu
léku í frumsýningunni á „Slaður og trúgirni" í
skólanum 3. des. 1796. Að skáldinu hafi verið litið
gefið um ánauð skólapilta, má ef til vill ráða af
þessum vísum, úr samtíma ljóðabréfi til Geirs
Vídalíns biskups:
Skáldin vera skulu ein,
skvaldrið ekkert heyra.
Sögur stráka mikið mein
mínu veitir eyra.
Hlæjandi með hvopti gá,
hvergi virðist friður,
að þræta og bölva, þetta má,
þeirra kallast siður.
1. Norðra bát eg nauðugur víst,
nýtum lítt, verð stýra,
fyrst að þegnar fríðir sízt
fást við mennt þá dýra.
2. Varla er mér þó verkið hent,
því vankunnáttan skaðar,
fjarri ljóða mæt er mennt,
mjöður og Gunnlaðar.