Blanda - 01.01.1936, Page 200
194
Hans Wium var fæddur 1714. Hann gekk í Hóla-
skóla, sigldi til Kaupmannahafnar, og var skrifa'Sur
í stúdentatölu þar 1737. Aldrei tók hann próf, og
Var við nám örskamma hríð, því 1738 fékk hann
veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu.1) 1739 var hann
settur til aðstoðar föður sínum i Suðurmúlasýslu
og fékk veitingu fyrir henni eftir hann 1741- Vikið
var honum frá um stundarsakir út af Sunnefumál-
inu, 1751, en hann fékk embættið aftur 1756. Lausn
fékk hann frá embætti 1778 og dó 1788. Hann var
tvígiftur og eignaðist þrjú börn.
Ef marka mætti skapgerð manna af rithöndinni,
hefir hann verið léttúðugur og laus í sér, því hönd-
in er bæði ófögur og ógreinileg, nema undirskriftin.
Heldur virðist og Sunnefumálið bera þess vott, að
hann hafi verið með þessum ókostum. f embættis-
færslu sinni virðist hann hafa verið tveggja handa
járn, eins og af Sunnefumálinu má sjá. Óskilamað-
ur um fjárreiður embættisins virðist hann einnig hafa
verið, því stundum er hann að biðjast vægðar um
greiðslur af sýslunni, en stundum þurfa yfirboðarar
hans að ganga eftir þeim með mestu harðneskju;
svo varð t. d. Pingel amtmaður að gjöra 1747-
Skrifstofustörfin sýnast og hafa verið alllausgyrt,
svo að yfirboðarar hans þurftu að ganga eftir skýrsl-
um og skilríkjum frá honum. T. d. varð Rantzau
greifi stiftamtmaður 3. maí 1766 að biðja Magnús
amtmann Gíslason að sjá svo til, að Wium, eins og
honum bæri, sendi stiftamtmanni dóm, sem hann
hafði kveðið upp í þjófnaðarmáli Þórðar nokkurs
Pálssonar. Ef satt er, sýnir það og ófyrirleitni hans
sem embættismanns, að hafa, ef svo bar undir, skot-
ið skjólshúsi yfir glæpamenn, og skotið þeim und-
1) Ekki setningu, eins og sumstaSar segir.