Blanda - 01.01.1936, Page 202
196
inn af vissi. Um sama leyti hafði og konan horfið
frá Hrafnkelsstöðum; var þá líka vant tveggja hesta
á klaustrinu; var þá leita farið um tvo daga og
fundust ekki. Var þá sýslumanni til sagt, að hvergi
fynndust. Svaraði hann þá: „Eru ekki nógir bölv-
aðir merarsynirnir ?“ Fundust þeir og aldrei, og
þóttust menn þá víst vita, að hann hefði gefið þá
Eyvindi og Höllu. Lék og orð á, að mörgum væri
hann liðsinna, er í sökum voru, ef hans leituðu,
og sagt er, að valdsmenn þar eystra og höfðingjar
sumir kölluðu hann „skálkaskjól“.“
Það er auðséð á þessari sögu, að Wium hefir
verið við alþýðuskap, umgengnisgóður við auma,
embættishrokalaus og ekki látið sér allt fyrir brjósti
brenna. Hin sagan er á þessa leið:
„Magnús hét maður, er komst i ljótt kvennamál.
Vildi Guttormur lögsagnari Hjörleifsson grípa hann
og dæma. Flýði hann áður á fund Wiums og bað
hann liðsinnis. Ritaði Wíum nú vini sínum, er á
duggu var, og sendi Magnús með það, og bað
hann að koma Magnúsi utan, og fékk honum nokk-
uð skotsilfur. En fyrir því hann átti að fara yfir
sýsluhluta Guttorms, bað Wium Magnús að hraða
svo ferðinni, að hann gisti ekki i norðurhluta sýsl-
unnar lengur en tvær nætur, því leitað mundi hans.
Hélt Magnús áfram, en kom hina þriðju nótt til
kunningja síns og gisti þar. Þá var Guttormur á
ferð kominn með nokkra menn til að fanga Magnús.
Barst honum pati af, hvar hann vera mundi. Gátu
þeir því fangað hann og höfðu til baka með sér seint
á degi. Magnús baðst þá á leiðinni að ganga til
þurftar sér, og drógst lítið á eftir. Heimtu þeir þá,
að hann flýtti sér, svo þeir næðu gistingu, en hann
lét ekki á liggja. Var þá ekki trútt um, að þeir
hryndu honum og drægju áfram; var og veður