Blanda - 01.01.1936, Page 203
197
frjósandi. Um nóttina gistu þeir Guttormur atS
bónda auÖugum, og var honum fylgt í baðstofuhús
hlýtt, en kveiktur eldur fyrir fylgdarmenn hans í
skála frammi aS verma sig við. Vildi Magnús þar
eldd að koma; atyrtu þeir hann mjög og kölíuðu
drembinn hérvilling, en þvi næst sáu þeir, að blóð
lak niður undan bol hans og brjóstadúk, sem kall-
að var, og hneig hann dauður niður litlu siðar, því
að stungið hafði hann sig á hnifi litlum, er hann
hafði eftir orðið. Fannst þá bréf Wiums á honuni.
Var það skömmu síðar, að Guttormur reið að finna
Wium og sýndi honum bréfið, átaldi mjög lagabrot
hans mikið, og hótaði honum iögsókn. Varð Wíum
þegar uppi og reiddust þeir mjög og deildu ákaflega.
Höfðu menn s'xðan i minnum orð Wíums við Gutt-
orm, er hann reið með heitingum niður úr hlaði,
því þá mælti Wíum: „Drekktu nú blóðið úr hon-
um Magnúsi, bölvaður blóðhundurinn. Dettu af baki
og dreptu þig; far þú svo til Vítis.“ Guttormur reið
afarfjörugum hesti, svo langt bar hann undan fylgd-
armanni sínum, datt af bald, drógst lengi í stigreipi
og fékk af því bana; ætluðu menn hann hafa háls-
brotnað.“
Sagan ber það með sér, að hún, að því er til
hlutdeildar Wíums kemur, er ósönn. Bæði er það
ólíklegt, að Wíum hefði kornizt hjá óþægindum af
málinu, þar sem bréf hans átti að hafa fundizt á
Magnúsi, og ólíklegra fyrir það, að Guttormur og
Wíum voru að sögn fjandmenn. Svo er og hitt, að
sagan af láti Guttorms er ósönn; hann fékk slag
og hneig örendur af hestinum. En hitt sýnir sagan,
að samúð almennings hefir verið Magnúsarmegin,
en ekki Guttorms, og_ hefir alþj óðarálitið enga ímynd
þeirrar samúðar betri fundið en Wíum fyrir það,
hvað hann var alþýðlegur og góðgjarn. Báðar eru