Blanda - 01.01.1936, Page 204
ög sagnirnar ólíklegar af því, a'ð varla kemur til.
áð þessi atriði hefðu getað legið. i láginni í Sunn-
:efumálunum, þegar óvinir Wíums settust að hon-
um. Reyndar ber það, að Wium nefnir dæmdan
og útlægan þjóf í dóm með sér í Sunnefumálinu,
heldur vott úm, að honum hefir enginn stuggur af
slíkum mönnum staðið, og j)eir verið honum hand-
gengríir.
Hér verður að geta jiess, jafnvel þó litlu máli
skifti, að Wíum virðist hafa þekkt Fjalla-Eyvind,
og verið honum innanhandar í vandræðum hans,
arínað hvort af vangá, sem sennilegra er, eða af
fullu ráði og fúsum vilja. 1764 höfðu j)au Halla
og Eyvindur strokið úr haldi frá Halldóri Jakobs-
syni sýslumanni í Strandasýslu. Fóru J)au austur í
Múlasýslur, og þaðan norður í Þingeyjarsýslur,
og voru þá með leiðarbréf frá Hans Wíum, þar
•sem hann biður menn að greiða götu J)eirra, séu
þau Eyvindur og Halla, sem nú nefna sig Jón Jóns-
son og Guðrúnu Jónsdóttur, á leið heim til sín, en
hún sagðist burtgripin af tveimur útileguþjófum,
Arnesi og Abraham, í grasaheiði. Þeir Arnes og
Abraham eru alþekktir. Tók Pétur sýslumaður Þor-
steinssön, sem alt.af hafði augastað á Wíum, þings-
vitni um J)etta.
Hið ytra er Wíum lýst svo, að hann hafi verið
stór vexti og þrekinn, en harður í lund og ófyrir-
léitinn, hvatur til hvers hlutar og allra manna orð-
færastur, drykkfelldur og baldinn við vín og bar-
smíðamaður. Ulur var hann og þeim, er móti hon-
um snerust, svo sem atferli hans við Sigurð Brynj-
ólfsson, vitni J)að, er hættulegast var honum í Sunn-
■efumálum, lýsir. Ekki er þess getið um Wíum, að
hann væri neitt sérstaklega kvenhollur, og ekki er
hann béndlaður við nein önnur kvennamál en Sunn-