Blanda - 01.01.1936, Page 205
i99
efumálið. Wíum bjó fyrst á Egilsstöðum á Völlum,
síðan á Eiðum í Eiðaþinghá, en síðast á Skriðu
í Skriðdal.
Um systkinin Jón og Sunnefu Jónsbörn, vita menn
ekkert, nema það, sem af málinu sést. Þau virðast
hafa verið úr Borgarfirði eystra, og var hann 14
vetra, en hún 16, er þau rötuðu í ógæfuna. Laus-
látari virðast þau systkin hafa verið en almennt
gerist, því Sunnefa lenti, eftir fyrstu barneign sína
með bróður sínum, áður en hún var sloppin við af-
leiðingar hennar, í nýju barneignamáli, sem öll vand-
ræðin hlutust af, og Jón var, eins og siðar sést,
ekki við eina fjöl felldur eftir það heldur. Wíum
segir Sunnefu vera „að harðýðgi og ósannindum
áður víðfræga“ í sóknarskjali sínu fyrir lögþingi
á Ljósavatni 1756. Hann kallar þau og bæði „harð-
hnökkuð“, og kveður þau hafa framdregið sitt líf
sem hinar verstu manneskjur. Hvað sem satt kann
í því að vera, er hitt víst, að Sunnefa víkur aldrei
frá þeim framburði, að hún hafi engin mök haft
við bróður sinn eftir fyrra brotið, en þar fer Jóni
bróður hennar öðruvísi. Af því skyldi mega ráða,
hver framburðurinn sem réttari er, að Sunnefa hafi
verið lundfastari en Jón, eða hafi hún logið, harð-
svíraðri. Hitt er og athugandi, að við fyrra brotið
reyndi hún að ljúga það af sér, og var það vor-
kunnarmál, svo mikil vandræði sem hið sanna hlaut
yfir hana að leiða. En Austan-Teitur Sigfússon,
sem hafði séð þau, lýsir að sögn Gisla Konráðs-
sonar þeim systkinum svo hið ytra, „að Sunnefa
væri handvirðukona mikil, dökkeygð, svört á brún
°g með síðu hári, langleit og fölleit, en sómdi sér
vel“, en Jón bróðir hennar hafi „og verið vel á
s>g kominn að jöfnum aldri“.
Það var von, að Sunnefumálið vekti athygli á