Blanda - 01.01.1936, Side 206
200
sinni tiÖ, og þá ekki hvað minnst fyrir þaÖ, hve
lengi það var á döfinni. Full 17 ár li'ðu frá þvi
þaÖ hófst og þar til því lauk aÖ fullu, — og þó
ekki með endanlegum dómi, vegna þess, aÖ höfuð-
aðilinn, Sunnefa, var þá dáin. Og svo var eftirtekt
sú, er málið vakti, mikil, að sveitadráttur varð um
faðerni síðara barns Sunnefu, og fólkið gekk í
tvenna flokka út úr því, eftir því sem Vallanes-
prestinum, sira Stefáni Pálssyni, segist frá.
Sumarið 1739, meðan Jens Wíurn var sýslumað-
ur í Suður-Múlasýslu, rötuðu systkinin Jón og
Sunnefa Jónsbörn, sem þá voru í Borgarfirði eystra,
í það mikla ólán, að eiga barn saman. Var hann
þá 14 vetra, en hún 16. Getur hann þá ekki hafa
verið eldri en á 14. ári, og hún á 16., er samfarir
þeirra byrjuðu. Þessi glæpur var þá svo algengur,
að hann hefur vakið rninni eftirtekt en liann myndi
hafa gjört nú á dögum, en varð þó vegna æsku
þeirra Sunnefu og Jóns að drjúgu umtalsefni manna
á meðal. Þau systkini voru með þessu fallin í það
stórmæli, að ekki var nerna vonlegt, að þau vildu
reyna að smeygja sér úr því. Greip Sunnefa þá til
þess óyndisúrræðis, að lýsa Erlend nokkurn Jóns-
son föður að barninu. Þá var þó farið að komast
kvis á það, hvernig í öllu lægi. Sóknarprestur Sunn-
efu, síra Gísli Gíslason, skarst í leikinn, og fékk
hana — þó með naumindum væri — til að taka
lýsinguna aftur, með „guðlegum áminningum“, og
játa hið sanna, að Jón væri faðir barnsins. Jens
Wíum tók þau systkini í varðhald og hélt próf í
málinu á Desjarmýri 2. nóv. 1739, nefndi sér síð-
an, sarnkv. 20. gr. 5. kap. 1. bókar Norsku laga
Kristjáns 5., átta meðdómsmenn, og dæmdi þau
systkini af lífi samkv. Stóradómi, hann til að höggv-