Blanda - 01.01.1936, Side 207
201
ast, en hana til að drekkjast; var það 20. apríl 1740
á Bessastöðum í Fljótsdal.
1740 fær Jens Wíum lausn frá embætti og ferst 7.
maí sama ár, en Hans sonur hans tekur við sýslunni.
Varð hann þá að taka fangana til sín og halda
áfram málinu. 22. júlí 1740 gefur Magnús lögmað-
ur, síðar amtmaður, Gíslason út lögþingisstefnu til
erfingja Jens Wíums, og meðdómsmanna hans til
ábyrgðar fyrir dóminn, en til Jóns og Sunnefu til
þess „endilegan dóm í málinu líða“.
Hingað til hafði málið gengið, eins og vant var,
snurðulaust, en úr því fór það að ganga skrykkj-
ótt, og úr þessu er allt af annarhvor málspartur-
inn eða báðir með útúrdúra og krunsprang, sem allt
miðar til þess að grugga málið, sem líka tekst svo
ágætlega, að aldrei kemst maður að því með nein-
um líkum, hver sannindin í því voru. Hver tilgang-
urinn hefur verið með þessu athæfi, er aðeins hægt
að leiða veikar líkur að.
Samkvæmt áðurnefndri lögþingisstefnu komu
Hans Wíurn sýslumaður og sakamaðurinn Jón Jóns-
son, ásamt verjanda sínum, fyrrum sýslumanni Jóni
Þorsteinssyni, fyrir lögþingið 11. júlí 1741. Tjáði
Hans Wíum þar forföll Sunnefu, svo og það, að
annar votturinn að veikindum Sunnefu gæti ekki
komið til staðar fyrri en næsta dag. Daginn eftir,
12. júlí, ganga enn sömu menn fyrir lögþingið, og
Hggur Wíum fram „eitt skrif daterað 25. Junii 1741
undir sínu nafni, hvar inni hann segist hafa spurt
Sunnefu Jónsdóttur, hvort hún gæti ekki sökum
veikinda sig til gefið ásettrar alþingisreisu, hvar
til hún hafi svarað, að hún treysti sér ekki fötum
að fylgja, ekki heldur til alþingisfara. Til vitnis eru
skrifuð nöfn Brynjólfs Brynjólfssonar, Sigurðar
Eyjólfssonar og Nikulásar Gíslasonar, að þeir við-