Blanda - 01.01.1936, Síða 209
203
þegar maSur minnist sagnanna af hjálpræSi Wíums
viS ýmsa sakamenn, aS sýslumaður hafi ætlað að
reyna að koma Sunnefu undan, eða að minnsta kosti
hafa einhver undanbrögð henni til bjargar. Hvað
að Sunnefu hefur verið, eða hvort nokkuð hefur
verið að henni, er óvíst, nema það eitt, sem er mik-
ilsvert atriði, að hún var þá há-ófrísk að síðara
barninu.
Föstudaginn 15. júlí gekk Wíum enn íyrir dóm-
inn, og nú ásamt Jóni sýslumanni Benediktssyni,
sem Lafrentz amtmaður 14. júlí hafði skipað verj-
anda þeirra systkina eftir beiðni Wíums. Ekki verð-
ur séð, hvað til þess hefur komið, að Jóni sýslu-
manni Þorsteinssyni, sem í fyrsta réttarhaldinu hafði
v.erið verjandi systkinanna, hafði verið hafnað. Mót-
mælir hinn nýi verjandi þegar í stað því, að vitnið
Brynjólfur sé yfirheyrt um forföll Sunnefu, nema
fram komi skilríki fyrir því, hver hann sé, en Wíum
„tilbýður að bevisa, hvar Brynjólfur hafi haft sitt
aðsetur, þá hann hafi af sér tekinn verið til að vitna
um forföllin", en játar hins vegar nú, að vitni sín
hafi ekki búföst verið, enda hafi hann, þegar vitn-
ið átti að taka, sent eftir tveim mönnum búföst-
um, en þeir ekki komið, og hafi hann þá gripið til
þessara manna, er voru hendi næstir. Kemur það
nú enn fremur upp úr dúrnum, að annað vitnið,
Sigurður Eyjólfsson, er ,,þénari“ (þ. e. meðreiðar-
maður og skrifari) Wíums. Jón Benediktsson mót-
mælir því, að sönnuð séu lögleg forföll Sunnefu,
°g heimtar, að málinu sé frestað, eins og lög mæli
íyrir (N.L. 1-4-32), og biður úrskurðar á því, án
þess að sjáist, að Wíum hreyfi neinum verulegum
mótmælum. Sama dag kom úrskurðurinn, og var
hann samkvæmt kröfu Jóns Benediktssonar. Vitni
•Wíums. eru lýst ónýt, Brynjólfur vegna þess, að