Blanda - 01.01.1936, Page 210
204
„hann ei framvísar skírteinum um sitt ásigkomulag“,
en málinu er íresta'ð til næsta árs, og skyldi stefn-
angilda til þess þings, en Wíum er skipaö aö sjá
um, a8 fresturinn sé birtur öllum aðiljum. Ekki sýnd-
ist þá vera neinn verulegur kraftur í þeim grun,
sem kann a8 hafa verið fallinn á Wíum um ein-
hverja brellni í málinu, því honum er falið að hafa
sakamennina í haldi.
Það er víst lítill vafi á því, að þessi úrslit hafi
verið Wíum mjög að skapi, þó að hann embættis
vegna yrði til málamynda að mótmæla slíkum
„drætti“ málsins. Framkoma hans á næstu árum
sýnir það. Wíum ríður nú allkampakátur heim til
sín, og er búinn að fá Skriðuklaustur að léni. Flutti
hann sig þá um haustið þangað af Egilsstöðum, en
skildi Sunnefu þar eftir og mann nokkurn, Jón
Jónsson, með henni til að gæta hennar. Þessi fang-
elsisvist hefir þó verið allvæg, þvi sjálf segist Sunri-
efa hafa gengið laus og ekki verið í járnum, og'-ját-
ar Wíum það satt vera, en ber fyrir sig skort á
fólki til gæzlunnar.
Ber nú hvorki til titla né tíðinda. Þau Wíum og
Sunnefa hittast ekki, hann er á Skirðu, en hún á
Egilsstöðum. En í 9. viku vetrar (þ. e. um miðjan
des.) sama árið, 1741, elur Sunnefa barn og kenrt-
ir það engum. Yfir Sunnefu sátu tvær konur, Guð-
rún Sigurðardóttir og Þórunn Hinriksdóttir, og
sótti Jón Jónsson þær, en ekki virðist hann hafa
gjört sýslumanni nein skilaboð þar um, því Wíum
segist hafa ekkert um þetta vitað fyrri en nokkru
eftir nýár 1742. Barnið var flutt til Ketilstaðakirkju
á Völlum og skírt þar af síra Stefáni Pálssyni í
Vallanesi. Þegar Jón Jónsson fór að vitja prests-
ins til að skíra barnið, spurði hann Sunnefu, hver
bæri faðir þess, en hún kvaöst ekki mundí segja