Blanda - 01.01.1936, Page 211
205
honum það, þvi aÖ hann varðaði ekki um það. Við
sarma tækifæri spurði GuSrún ljósmóðir hana hins
sama, en hún sagði, að hana varðaði ekki um það
frekar en Jón. Síra Stefán i Vallanesi skipaði ljós-
móður að kalla til tvo ærlega menn og spyrja Sunn-
efu í viðurvist þeirra um faðernið, en Sunnefa svar-
a<5i: „Ég segi ykkur það ekki í þetta sinn.“
Á árinu 1742 geisaði bólusótt um Austurland.
Hafði hún komið á Norðfjörð árinu áður með hol-
lenzkri duggu. Það verður að ætla, að það hafi ver-
ið bóla, sem Wíum hafi legið í þá um veturinn, þó
hann taki það ekki fram, heldur segist hafa verið
»mjög stórlega veikur“ fram undir sumarmál, og
hafi því. ekki komizt til að athuga síðari barneign
Sunnefu fyrri en eftir þau. Einhvern tíma upp úr
miðjum april 1742 riður Wíum af Skriðu á Egils-
staði. Spyr hann þar í viðurvist vitnanna Jóns og
Einars Jónssona Sunnefu um faðerni barnsins, og
hefur hún þá, að þvi er Wíum telst til, játað sig
hafa brotlega orðið með Jóni bróður sínum. Þegar
þetta próf, ef kalla skal, var haldið, var Sunnefa,
að því er hún segir sjálf frá, rúmföst i bólunni.
Fór Wíum heim á Skriðu við svo búið, og spurði
þar Jón, hvort hann vildi játa, að hann væri faðir
a'Ö barni Sunnefu og játaði hann, að því er Wíum
segir. En viðstödd það samtal Wíums og Jóns voru
að sögn kona Wíums, Guðrún, og Guðrún nokkur
Arnadóttir. Á héraðsþingi 30. júní 1742 á Bessa-
stöðum í Fljótsdal nefnir Wíurn sér átta meðdóms-
menn, yfirheyrir þau systkini og kveður upp eftir-
farandi dóm:
„Anno 1742 þann 30. Junii að settu héraðsþingi
að Bessastöðum í Fljótsdal, og innnefndum til með-
dórnenda af sýslumanninum Hans Wium eftirskrif-
uðum mönnum, nefnilega Einari Þorvarðssyni, Jóni