Blanda - 01.01.1936, Side 212
206
Jónssyni, Árna ÞorvarÖssyni, ívari Árnasyni, Þor-
steini Jónssyni, SigurÖi Brynjólfssyni, lögréttu-
mönnum, monsér Birni Ingimundarsyni og Örnólfi
Magnússyni, komu fyrir réttinn delinquenterne (þ. e.
sakamennirnir) Jón Jónsson og Sunnefa Jónsdóttir,
sem af réttinum aðspur'Ö me'Ökenndu, að jjau hefÖu
sín á millum drýgt blóðskömm enn aÖ nýju, hvað
jrau játuðu að réttinum nærverandi og áheyrandi
öldungis óneydd og sjálfkrafa, bæði laus og liðug
án bolts og járna. Þau framar aðspurð, hvort bau
vildu fyrir þessum rétti mæta og dóm þola svo sem
lögstefnd. Svöruðu já. Að síðustu voru þau aðspurð,
hvort þau hefðu sér nokkuð til afsökunar móti sínu
téða broti að fram færa, hvar til þau svöruðu sam-
eiginlega: ekkert, fyrir utan sína fávizku, hver þau
biðja í guðs nafni mega af réttinum álítast. Hvar
fyrir, að þessu undangengnu, téð sök er af oss und-
ir endilegan dóm tekin með svofelldri ályktan sem
fylgir:
Þessar vesælu persónur, Jón Jónsson og Sunneía
Jónsdóttir, sem fyrir þessum rétti laus og liðug,
óneydd og ótillokkuð, hafa meðgengið sitt að nýju
ífallið blóðskammarbarneignarbrot, sem opinbert
varð á næstliðnum vetri síðast í Decembermánuði,
skulu bæði lífið missa eftir guðs og konungsins lög-
um, hann hálshöggvast, en hún í vatni drekkjast.
Dómurinn er byggður á Stóradómi svokölluðum,
item Norsku laga i. bókar, 2. kap. 3. artikula, samt
6. bókar 13. kap. 14. art.1). Þessi dómur var þeim
áheyrandi báðum fyrir réttinum upplesinn. Þar eft-
ir voru þau opinberlega aðspurð, hvort þau vildu
mæta óstefnd fyrir Lögréttunni, hvað nær sem lé-
1) SíÖari staðurinn skipar, að líkunum skuli á bál kastá
eftir liflátið.