Blanda - 01.01.1936, Page 213
207
legheit féllu þau þangaÖ aÖ flytja. Hvar til þau
svöruðu já. Þessu framar auglýsist ekki það, sem
í þingskrifið þyrfti inn aÖ færa, hvað að vitna með
undirskrifuðum nöfnum að framan innnefndir með-
dómendur. Anno, die et loco ut supra (ár, dagur og
stað sem fyr)“.
Þó Wíum með því að spyrja Jón og Sunnefu,
hvort þau vildu mæta óstefnd fyrir Lögréttunni
jafnskjótt og hægt væri að flytja þau þangað, hafi
haft töluverða tilburði til að flýta málinu, reyndist
honum þó ekkert liggja á, þegar til stefja kom.
Svo sem getið var um, var fyrra blóðskammar-
málinu á lögþingi 1741 frestað til lögþingis 1742,
og skyldu þá bæði Wíum og þau systkini koma til
þings. En á lögþingi það ár „þann 11. Julii voru
þrisvar upphrópaðir sýslumaðurinn í Múlaþingi,
monsér Hans Wium, og deliqventerne þaðan, hverra
sök var á næsthöldnu lögþingi uppsett, og mætir nú
hvorki hann né sömu sakapersónuiHyrir þessum lög-
þingisrétti", og því fórst enn málsóknin fyrir á
þessu ári. Ekki sést, að lögþingið hafi vitt þetta at-
ferli Wíums. Honum mun hafa verið talið þetta til
afbötunar, að í Múlasýsluum voru á þessu ári hin
mestu harðindi. Bændur, sem áttu 200 fjár, héldu
ekki nema fáeinum kindum eftir, 10, 12 eða þar
um; þar féll og fjöldi hrossa. Auðugir menn urðu
þá að mestu félausir. Þá komu hvorki sýslumenn né
lögréttumenn til þings úr Múlaþingi. Hans Wíum
rak sýsluna um vorið gangandi; falaði hann hesta
til þings, en fékk hvergi. Svona lýsir Grímsstaða-
annáll ástandinu, og var þá ekki að furða, þótt Wium
kæmi ekki til Alþingis.
Svona drógst nú hið fyrra mál til 1743, og ekki
féllu heldur „lélegheit“ til að flytja Sunnefu og Jón
til þings vegna síðara málsins fyrri en á því ári. En