Blanda - 01.01.1936, Page 214
208
á þessu ári, áÖur en hann væri sendur til Alþingis,
reyndi Jón SunnefubróSir að strjúka úr varShakli
Wíums, en síra Magnús GuSmundsson á Hallorms-
staS hefti för hans og skilaSi honurn aftur. 1743 sendi
Hans Wíum þjón sinn, SigurS Eyjólfsson, þann er
1741 hafSi vitnaS um veikindi Sunnefu, til lögþingis
og lætur hann flytja meS sér þau systkini, en sjálfur
kemur sýslumaSur ekki, og má þaS furSa. ÞaS er al-
veg eins og hann hafi vitaS þaS, eSa aS minnsta kosti
fundiS þaS á sér, aS á þingi myndi stærsti hvell-
urinn i málinu koma, og aS honum hafi þótt hent-
ara aS vera þar hvergi nærri.
20. júní 1742 hafSi Wíum tekiS út stefnu í síS-
ara málinu til sín og meSdómsmanna sinna til aS
verja dóminn, og til Sunnefu og Jóns til aS standa
fyrir sínu máli. 15. júlí 1743 hafSi Lafrenz amt-
maSur skipaS SigurS Stefánsson, sýslumann i Skafta-
fellssýslu eystri, verjanda þeirra systkina, og mætti
hann meS þeim á lögþingi 16. júlí 1743. Þar var
af hendi Wíums SigurSur Eyjólfsson. LagSi hann
fram dóminn og ákæruskjal Wíums, þar sem hann
krefst staSfestingar á honum. SigurSur Stefánsson
mótmælti því harSlega og bar því viS, aS meSdóms-
mennirnir séu ekki til þings komnir, og aS plögg
þau, er rekstur málsins í héraSi snerta, séu ekki
lögS fram, heldur aS eins dómsniSurstaSan, og því
sé ekki alt „sökinni aS lútandi“ aS lögum undir-
búiS eSa fram komiS, og verSi aS sekta Wíum fyrir
ólöglegar aSgerSir. Er svo málinu frestaS til næsta
dags.
ÞaS var þá þegar 1741 eins og einhver grunsemd-
arkeimur í garS Wíums, sem skein út úr meSferS
málsins á lögþingi. Og ekki er þaS síSur nú í sam-
bandi viS síSara máliö. Sést þaö af því, aö síS-
ara máliö er tekiö fyrir á undan hinu fyrra, sem þó