Blanda - 01.01.1936, Page 215
209
virðist hef'ði átt a'Ö vera öfugt. Það virðist eins og
allt sé fyrirfram undirbúiÖ, og veikur grunur kvikn-
ar um það, að óvinir Wíums ætli að nota sér að
emhverju leyti aðstöðu sína til að klekkja alvarlega
á honum. Hinsvegar verkar það óþægilega, að Wíum
er ekki til þings kominn.
Án þess að sjáist, hvert tilefnið sé, eða nokkur
grein sé gerð fyrir, hvernig á þvi standi, er bók-
a<5 svo í lögþingisbókinni:
.,Þann 17. júlí fyrir middag mættu enn að nýju
Sakapersónurnar Jón og Sunnefa Jónsdóttir, item
procurator signor Sigurður Stefánsson. 1) Jón Jóns-
s°n aðspurður af réttinum, hvort hann hafi af Hans
^Víum aðspurður verið fyrir héraðsréttinum, hvort
hann meðkenndi sig hafa framið blóðskömm með
systur sinni Sunnefu, eftir að þau í fyrra sinni urðu
að blóðskömm opinber, svarar, að hann hefði verið
því spurður, hvort hann stæði við sina fyrri
me'Ökenningu. 2) Hver sú meðkenning verið hafi.
Svarar, að sýslumaður Hans Wiurn hefði sagt sér,
systir hans Sunnefa hefði að nýju lýst hann
^öður að því barni, hvar upp á hann segist svarað
hafa: „Það mun verða svo að vera, ef hún hefur
]ýst því, en ég er ekki farinn að trúa því, að hún
hafi gjört það.“ 3) Hefir þú aldrei verið hér um
°ftar spurður? Svaraði: Nei. 4) Hvað kom til, þú
Jataðir þessu í aflausninni, eður hefur þú ekki þar
UPP á afleystur verið? Svarar: Ég hefi fyrir hvor-
ugt brotið afleystur verið, og aldrei til kirkjunnar
honiið, síðan seinna barnið kom. 5) Hefir þá ei
heldur presturinn við þig talað ? Svarar: Aldrei!
Ar hefi séð hann álengdar. 6) Aðspurður, hvort
hann vissi sig öldungis frían fyrir að hafa drýgt
hlóðskömm og holdlegt samræði með Sunnefu síðan
Blanda VI T,