Blanda - 01.01.1936, Page 216
210
hans og hennar barneign hef'ði í fyrra sinn opinber
orðið. Og var hann fyrir réttinum hið frekasta mögu-
legt var áminntur að segja sannleikann. Svaraði,
að hann fyrir guði og sinni samvizku vissi sig vera
frían þar frá. 7) Aðspurður, hvort nokkur hefði
nálægur verið, þegar Hans Wíum hefði á Skriðu-
klaustri aðspurt hann um barnsfaðernið. Svarar:
Enginn, nema kona sýslumanns og önnur kvensnift
til. — Sunnefa Jónsdóttir hér fyrir réttinum aðspurð:
1) Játar satt að vera, sem upp á hana skrifað sé i
héraðsaktinum, nefnilega, að hún hafi lýst bróður
sinn Jón föður að sínu síðara barni. 2) Aðspurð,
hvort hún játaði þá lýsing sanna að vera. Svaraði,
að hún hefði sagt það fyrir hræðslu sakir við sýslu-
manninn Hans Wíum. 3) Aðspurð, hvort hann hefði
hótað henni nokkru fyrir réttinum. Svaraði: Nei,
heldur hafi hann gert það heimulega, þegar hún
hefði lýst hann föður að barni sínu; þá hefði hann
sagt sér, að hún skyldi lýsa hann Jón bróður sinn,
því þetta brotið væri ei verra en það fyrra. 4) Að-
spurð, hvar þetta hefði skeð. Svaraði: f baðstofunni
á Egilsstöðum, hefði þá enginn maður við verið,
því maðurinn annar, sem hefði með Wium þangað
komið, hefði verið úti á hlaðinu, en hinn, eftir hverj-
um hann hefði sent, hefði enn þá ekki kominn ver-
ið. 5) Hvort hún hefði um þessa barnsfaðernislýs-
ing aðspurð verið af prestinum. Svaraði: Nei, og
aldrei hefði hún þar upp á afleyst verið. 6) Að-
spurð, hver þá væri faðir að hennar barni. Hún
svarar: Enginn annar en Hans Wíum, og ég lýsí
hann föður að því. Alvarlega áminnt af réttinum
að segja sannleikann, sagðist hún fyrir guði ekk-
ert sannara vita en hún nú sagt hefði. Signor Sig-
úrður Stefánsson uppástendur, að málið eigi ekki