Blanda - 01.01.1936, Page 222
2IÖ
heimili hans i Reykjavik, „hverjum fyrnefndum
sýslumanni án allra afsakana e8a undanbrag'ða al-
varlega befalast nefndri delinqventinnu, ásamt meS
þessari minni skikkun, móttöku aÖ veita, hana að
annast og undirhalda sem eina arrestantinnu og del-
inqventinnu inn til hennar sakar endalyktar“, „allt
upp á sýslumannsins Hans Wíums bekostning“, eins
og þaÖ svo kostulega er orðað i bréfi Lafrenz. Sama
dag skipar amtmaður ennfremur Þorstein sýslumann
Sigurðsson setudómara í málinu til að rannsaka
það, hvor þeirra Jóns eða Wíums sé barnsfaðir Sunn-
efu, og skuli hann taka hæfilega borgun fyrir sitt
ómak hjá Wíum. Loks skipar hann sama dag Sig-
urði Stefánssyni, sýslumanni í Skaftafellssýslu, að
geyma Jón Sunnefubróður á kostnað Wíums, sem
og að vera sækjandi móti Wium, og stefna honum
fyrir setudómarann, Þorstein sýslumann Sigurðsson,
út af áburði Sunnefu á hann á þessu þingi (1743),
en fyrir ómak sitt skuli hann fá strax á þessu
þingi 10 rdl. kroner, sem séu i fórum Sigurðar
Eyjólfssonar, umboðsmanns Wíums, og ætlaðar voru
til aftöku þeirra systkina, samkvæmt dómi hans.
Stefna skuli og málinu til næsta alþingis. En það
var öðru nær, en að málinu yrði stefnt til næsta
þings, því nú byrja látlaus undanbrögð af hendi
þeirra, sem falin var rannsókn málsins, svo að þrátt
fyrir öfluga og ósérplægna viðleitni háyfirvaldanna,
sérstaklega hinna dönsku, miðar málinu alls ekki
áfram fyrri en 1751, og sýnast allir, að undantekn-
um þessum yfirvöldum, jafnt Wíum sem óvinir hans,
hafa látið sér það mætavel lynda.
Drátturinn byrjar á því, að Sigurður Stefánsson
sýslumaður tilkynnir Lafrenz amtmanni haustið
J743’ að hann geti ekki tekið að sér sókn málsins,