Blanda - 01.01.1936, Síða 224
2l8
lega fífldjarfur, að stinga upp á því, a'ð málið væri
fengið Árna auðga Þórðarsyni á Arneiðarstöðum,
tengdaföður Wíums, og Birni Ingimundarsyni, bróð-
ur síra Guðmundar, er átti Elisabetu, systur Wíums,
í hendur til rannsóknar. Sama dag (12. des.) ritar
Lafrentz Þorsteini og ávítar dirfsku hans, og telur
það furðu, að hann hafi ekki stungið upp á Wíum
sjálfum (det er et Under, at I ikke haver foreslaaet
Wium selv). Þykir honum hann muna illa dómara-
eið sinn, og skipar honum með harðri hendi að reka
málið af kappi, nema hann vilji, að honum sé vik-
ið frá fyrir óhlýðni sina. Brýnir hann fyrir honum,
að láta Wium ekki grípa fram í fyrir vitnunum
við prófin, og að Wíum megi samkvæmt tilskipun
5. nóv. 1723 ekki vinna fríunareið, nema til komi
úrskurður hærri dómstóla, — eins og hann hafði
brýnt fyrir Brynjólfi. En svo sem í hegningarskyni
segist hann ekki muni úrskurða laun fyrir strand-
mál, sem var á döfinni, fyrri en hann sæi, hvernig
sýslumanni færi Sunnefumálið úr hendi.
Líður svo fram á árið 1744, án þess að sýnilegt
sé, að neitt hafi gjörzt í málinu. En 26. ágúst það
ár ritar Magnús lögmaður Gíslason Ocksen stift-
amtmanni og skýrir frá, að sækjanda í Sunnefu-
málinu hafi verið skipað að rannsaka, hvað í því
máli hafi gjörzt í héraði hjá Wíum, bæði um yfir-
heyrslu sakamannanna, tölu meðdómsmanna og und-
irskrift þeirra í dómabókinni, svo og hvort Wíum
hafi beitt nokkurri þvingun við sakborningana. Sést
á þessu, að það er fyrst nú, að sá kvittur gýs upp.
að dómsuppsögn Wíums hafi ekki verið með felldu.
Magnús átelur og, að prestar þeir, sem það áttu
að gera, hafi ekki spurt Sunnefu að faðerni barns-
ins, eins og þeim bar. Að öðru leyti stingur hann