Blanda - 01.01.1936, Page 226
220
a’ð meÖclómendurnir muni ekki hafa veriÖ í þeim
rétti staddir. En hvaÖ aÖalmálinu viÖviki, verði það
að bíða þar til konungsúrskurður sé fenginn, þvi að
þar snúist mest um töluð orð, en lögum samkvæmt
(NL. i. bók, 13. kap. 23. art.) megi ekki leiða vitni
um slíkt eftir ár og dag, en sá frestur sé löngu
liðinn.
Magnús lögmaður skrifar Ocksen 27. ág. s. á. og
segist heyrt hafa, að Wíum, hafi aðeins haft 6 með-
dómsmenn, er hann dæmdi Jón og Sunnefu, enda
þótt 8 séu undirskriftir undir dómabókinni, en einn
hinna 6 hafi auk þess verið dæmdur þjófur. Þetta
eigi Pétur Þorsteinsson að rannsaka. En sjálfur hafi
Magnús skipað Sigurði Stefánssyni að gera grein
fyrir, hvað hann hafi gert í málinu, sem lítið muni
vera.
Það voru orð og að sönnu, því Sigurður hafði
ekkert gert. En hafi háyfirvöldin búizt við, að Pét-
ur myndi aðhafast meira, brást sú von þeim skemmi-
lega, því nú liðu svo 3 ár fram til 1748, að ekkert
fréttist af málinu, og heyrist þá sú rödd, er maður
sízt bjóst við, kvarta undan því, að málið sé dreg-
ið óhæfilega á langinn. Það var rödd Wiums sjálfs,
en úr þessu virðist hann láta sér mjög annt um,
að málið reki og gangi.
2. april 1748 ritar Wíum Pingel bréf og tekur
þar svo til orða:
„Mjög furðar mig á þeim undandrætti, sem hafð-
ur er á máli delinqventanna Jóns og Sunnefu, þar
ég veit þó hans velbyrðugheit er ei ókunnugt, að
aðrir hafa þá sök mér í móti að byrja, en ekki sjálf-
ur ég, þar þó líklegt virðast mætti að þeirra (þ. e.
Jóns og Sunnefu) uppskerutími væri fyrir löngu
kominn, svo sem málið er nú bæði svo gamalt orð-