Blanda - 01.01.1936, Side 228
222
eftir eigin vild náS sér niðri á honurn, eigi hann
eitthvað útistandandi við hann.
Svo líður og biður enn fram til ársins 1751, að
ekkert gerist í málinu. Hefur það þá legið i lama-
sessi frá 1743, eða í átta ár, án þess að nokkuð
hafi verið við því hruggað, því ekki er það telj-
andi, að Þorsteinn sýslumaður Sigurðsson hefur
1743, 22. ágúst, samkvæmt skipun Lafrenz, spurt
Wíum að því skriflega, hvort hann væri faðir að
barni Sunnefu, en hann neitaði því, og ekki heldur,
að Pétur Þorsteinsson hefur 12. ágúst 1745 verið
sér' úti um yfirlýsingu Jóns Jónssonar hreppstjóra
á Eyvindará, sem átti að hafa verið einn af með-
dómsmönnum Wíums, er hann dæmdi Jón og Sunn-
efu af lífi 1742, um það, hvernig þátttöku hans í
þeim dómi hefði verið varið, sem síðar verður vik-
ið að.
En 1751 vaknar málið loks eitthvað upp, og virð-
ist það helzt vera við það, að þá voru ný afstaðin
stiftamtmannaskifti. Ocksen dó 9. sept. 1750, og dag-
inn eftir var Otto greifi Rantzau skipaður í hans
stað, — menn voru fljótir á sér um sumt í þá daga.
Hann skrifar Pingel 6. maí 1751, og segir að sér
þyki nauðsynlegt, að nefndardómur verði skipaður
í Sunnefumálinu, og biður hann að tilnefna 2 menn
í hann. Eftir tillögu um það hefur þó ekki verið
beðið, því 14. sama mánaðar skipar konungur þá
Björn varalögmann sunnan og austan Markússon og
Þórarinn sýslumann Jónsson í Eyjafjarðarsýslu í
dóminn, en skipar um leið Pingel að skipa sóknara
í málinu, og að víkja Wíum frá embætti, meðan
málareksturinn standi yfir. Fylgir það með, að mál-
ið skuli vera til enda rekið á árs fresti. Sakarefnið
til Wíums er nii, samkvæmt konungsbréfinu, barn-