Blanda - 01.01.1936, Page 229
223
eign hans með Sunnefu, svo og grunur sá, er á lék,
aÖ hann hefÖi þvingað Sunnefu til að kenna bróð-
ur sínum barnið.
Wíum var nú vikið frá embætti 17. júlí, og í hans
stað settur Jón nokkur Sigurðsson. Hann var mað-
ur þrassamur, fékkst mikið við málafærslu og hafði
aður verið settur lögsagnari í Skaftafellssýslu. Var
hann og skipaður rannsóknardómari í Sunnefumál-
lnu, en Pétur Þorsteinsson var sem fyr skipaður
sækjandi. 17. júlí hefur og Pingel skipað svo fyrir,
að fangarnir skuli afhendast Pétri og haldast hjá
honum á kostnað Wíums, svo og, að vitni í málinu
megi leiða annars staðar en á varnarþingi þeirra.
Sama dag biðja þeir Björn Markússon og Þórarinn
Jónsson Pétur að láta prófa sem snarast öll vitni,
sem eitthvað kunni um Sunnefumálið að vita, fyrir
retti hjá Jóni Sigurðssyni, hinum setta sýslumanni,
serstaklega þau, er eitthvað viti um, hvernig dauða-
dómurinn yfir Jóni og Sunnefu var uppkveðinn. Er
óllum þessum ráðstöfunum samfara feykileg skrif-
finnska og skringileg langmælgi, svo sem þeirrar tið-
ar var siður, en hitt er aðalatriðið, að úr þessu
homst skriður á málið, þó farið sé að engu óðslega.
t5- september 1751 stefnir Pétur Þorsteinsson 13
y'tnum til að koma fyrir héraðsþing á Egilsstöðum
a Völlum 26. okt., svo og stefnir hann Jóni og Sunn-
efu, ásamt Wium, hið sama. En Wíum stefnir 5 vitn-
um og Pétri Þorsteinssyni á sama stað og tíma. Alls
verða þó vitnin ekki nema 16 talsins, þvi Wíum
stefnir tveimur vitnum hinum sömu og Pétur.
^að, Sem rannsóknin snýst nú um, og verður hin
endanlega uppistaða málsins, sem vitnin eru yfir-
eyrð um, eru eftirfarandi póstar:
J) Hvernig umgengni Wíums við Sunnefu hafi