Blanda - 01.01.1936, Page 230
224
verið; hvort hún benti til, aS þau hefðu verið
kunnugri en góðu hófi gegndi, og hvort um-
gengni Jóns og Sunnefu í varðhafdinu hjá Wí-
um, áður en seinna barnið fæddist, gæfi ástæðu
til að ætla, að óleyfilegur samdráttur hafi þá
verið með þeim. (5 vitni).
2) Hvernig barnsfaðernislýsing Sunnefu hafi í önd-
verðu verið varið. (3 vitni).
3) Hvað fram hafi farið milli Wíums og Sunnefu
á Egilsstöðum á Völlum, er hún kenndi Jóni
bróður sínum síðara barn sitt. (2 vitni).
4) Hvað fram hafi farið á þingi því, sem haldið
var 30. júní á Bessastöðum í Fljótsdal, þar sem
Wíuin dæmdi Jón og Sunnefu til dauða. (7
vitni).
Vitnin teljast hér 17, en þaÖ stafar af því, að
eitt vitnið vitnar um tvö af atriðunum.
26. október setur Jón Sigurðsson þing á Egils-
stöðum, og eru þau Jón og Sunnefa, ásamt Wíum,
Pétri Þorsteinssyni og hinum 16 vitnum þar kom-
in, og stóð það réttarhald frá morgni til kvölds í
fimm daga, eða til 30. október.
Fyrir réttinn var fyrst kölluð Sunnefa, og held-
ur hún því enn fram, að Wíum sé faðir að síðara
barni hennar; segist hún engan annan mann hafa
þekkt svo á þeim tima, að slíkt hefði getað af hlot-
izt, og býðst til að staðfesta það með eiði. Þegar
Wíum hafi „yfirheyrt" sig um, þetta, rétt eftir sum-
armálin 1742 í baðstofunni á Egilsstöðum, hafi það
samtal verið milli þeirra einslega og enginn viðstadd-
ur. Hafi Wíum sagzt hafa heyrt eftir henni, að hann
ætti að vera faðir barnsins, en hún hefði þá sagt
hann vita það fyrir guði og samvizku sinni, að svo
væri. Þá hefði Wíum hótað sér að vera sér and-