Blanda - 01.01.1936, Side 231
225
stæÖur í öllu, sem hann gæti, stappaÖ niÖur fótun-
um, bari'Ö í pallinn höndunum og sagt hana Ijúga,
því að Jón bróÖir hennar væri faðir að barninu.
En Sunnefa segist, þegar þetta var, hafa legið í ból-
unni. Þegar „vitnin“ (þ. e. meðreiðarmaður Wíums)
hafi komið inn, hafi hún sagt, að hún kæmist ekki
upp með sannleikann og „það yrði þá svo að vera“.
En fyrir réttinum á Bessastöðum 30. júni 1742 hafi
Wíum spurt hana, hvort hún stæði við meðkenn-
iugu sína á Egilsstöðum og hafi hún anzað „já“
við því. Aðspurð segist Sunnefa ekki hafa þorað að
lýsa Wíum barnsföður sinn á Bessastaðaþingi, „þvi
ég var eins eftir sem fyrir undir hans valdi“, en vald-
ið hafi þó aðeins verið fólgið i því, sem hann hefði
'iuðsýnt sér í baðstofunni á Egilsstöðum. Fangavist
hennar hafi eftir það verið eins og fyr, að hún hafi
ei annað vitað, en hún væri hans fangi, en i járn-
um hafi hún ekki verið, sem Wíum vottar satt vera.
Þegar Wíum spyr hana, hví hún hafi ekki lýst sig
föður 1741, þegar hann var hvergi nærri, segist hún
ekki hafa þorað það.
Jón Sunnefubróðir býðst til að vinna eið að því,
að hann hafi, síðan Sunnefa hafi átt fyrra barnið,
engar þær samfarir með henni haft, er slíkt gæti
af leitt. Hann segir, að Wíum hafi, þá er hann
»yfirheyrði“ hann á Skriðuklaustri, sagt sér, að
Sunnefa lýsti hann — Jón — föður að barninu, en
hann hafi ekki sagzt trúa því, því hann væri ei fað-
lr þess. Á þinginu á Bessastöðum segir Jón, að
Wíum hafi spurt sig, hvort hann stæði við þá játn-
lngu, sem hann hafi gert á Skriðuklaustri, en hann
hefði ekki þorað að synja, því hann hefði verið
eins á valdi sýslumanns eftir sem fyrir þing. Þó
hefði Wíum aldrei haft í neinum hótunum við sig.
Blanda VI. tc