Blanda - 01.01.1936, Page 232
22Ó
Hans Wtum býðst til að sanna þaS með eiði, að
hann sé ekki faðir að barni Sunnefu, og að hann
hafi engin þau mök við Sunnefu haft, er til þess
gætu dregið.
Um framferði þeirra Sunnefu og Wíums og Sunn-
efu og Jóns bróður hennar veturna 1740 og 174X,
sem veltur á um faðerni barnsins, leiðir Pétur Þor-
steinsson fimm vitni, sem öll höfðu verið heimilis-
menn Wíums á þeim árum, tvo karlmenn og þrjá
kvennmenn. Um kvennmennina tvo er það að
segja, að önnur þeirra, Ólóf ívarsdóttir, var syst-
urbarn við Wíum, en hin var hálfsystir hans, Guff-
ný Jensdóttir, þá ellefu vetra. Er það eftirtakan-
legt af því, að þær hafa einar vitnanna beinlínis
séð nokkuð misjafnt til Jóns og Sunnefu. Um Guð-
nýju segir Gísli Konráðsson, að Wíurn hafi, meðan
á Sunnefumálinu stóð, gift hana Eiríki Jónssyni lög-
réttumanni í Gilsárteigi, sem talinn hafi verið göldr-
óttur, til að njóta styrks hans í málinu, en hafi þó
áður verið búinn að synja honurn ráðahagsins. Ald-
ur stúlkunnar sýnir, að það getur ekki staðið heima.
Þessi fimm vitni Péturs komu honum að alls engu
gagni, því að þau bera það mjög einróma, að þau
hafa aldrei heyrt eða séð neitt það fara Wíurn og
Sunnefu á milli til orðs' eða æðis, er bent gæti til
neins blíðskapar þeirra í milli, og aldrei hafi þau
heyrt neitt orð leika á því, að Wíum ætti barn Sunn-
efu fyrri en hún laust því upp sjálf, og yfirleitt
ekkert vitað til, að hún væri barnshafandi. En vitn-
in voru honum auk þess beinlínis mótdræg og Jóni
og Sunnefu til áfellis. Wíum sýslumaður spyr, hvort
þau hafi séð Jón og Sunnefu leggja nokkuð lag sitt
saman á þeim tíma, sem hér veltur á. Mótmælti
Pétur spurningunni, en Jón Sigurðsson úrskurðaði,