Blanda - 01.01.1936, Síða 233
227
a<5 henni skyldi svaraÖ. Bera þá vitnin öll sem eitt,
aö þau hafi það vitað, að systkinin hafi verið laus
og liðug i varðhaldinu. Jóni Sunnefubróður hafi ver-
ið komið fyrir til svefns á nóttum í rúmi eins vitn-
isins, Jóns Jónssonar frá Ekkjufelli, en Sunnefa
hafi verið látin sofa á hápallinum hjá frænku Wí-
ums, Ólöfu ívarsdóttur, en Jón og Ólöf hafi átt að
gæta systkinanna. Viti þau það öll, að Jón Sunn-
efubróöir hafi um nætur flutt sig frá rekkjunaut
sínum inn á hápallinn. Vitnið Einar Guðmundsscm
segist hafa vitað til þess, að Jón hafi þar haft rúm
og rúmföt, en Ólöf ívarsdóttir segist hafa séð syst-
kinin einu sinni liggja í sama rúmi undir einum
fötum, og Guðný, systir sýslumanns, segist oft hafa
séð til þeirra þetta háttalag, og hafi þau þá stund-
um verið „nakin og ber“. Hafi þetta að sögn vitn-
anna gerzt á þeim tíma, sem á veltur um barns-
fæðingu Sunnefu.
Vitnin benda því öll til þess, að Wíum sé ekki
faðir að barni Sunnefu, heldur Jón, og skyldi mað-
ur þá ætla, að fótunum væri kippt undan öllum
uiálarekstrinum á hendur honum. En sóknin lætur
sér það ekki lynda.
Um næsta atriði, hvernig barnsfaðernislýsingu
Sunnefu hafi í öndverðu verið varið, eru leidd þrjú
v'tni. Jón Jónsson í Seyðisfirði, sem var hjá Sunn-
efu, er hún fæddi, segir að hún hafi þverneitað að
Segja sér eða konunni, sem yfir henni sat, og þeim
uiönnum, er hún til kallaði, hver faðir væri að barn-
lnu, en síra Stefán í Vallanesi Pálsson staðfestir
þann framburð, og segist ekkert hafa heyrt um
barnsfaðernislýsingu Sunnefu, nema það, sem alþjóð
V]ti. Síra Stefán Guðmundsson á Hallormsstað seg-
lst og ekkert um það vita, en segist, þegar hann
iS*