Blanda - 01.01.1936, Síða 234
228
hafi talið um fyrir Jóni, er hann strauk úr var'ð-
haldi 1743, ekki hafa haft ástæðu til „hvorki af
orÖróm og ei heldur af hans (þ. e. Jóns) bljúgu
viðmóti annað en sannlega ímynda mér, a'ð hann
væri faðir að síðara barni“ Sunnefu.
Vitni þessi eru því fremur Wium í vil en hitt.
Aftur á móti eru vitnin um, hvað fram fór miUi
Wíums og Sunnefu, er hún í öndverðu kenndi bróð-
ur sínum barnið, ekki eins hallkvæm Wíum.
Þessi 2 vitni bera það, að þau, ásamt þriðja manni,
nú dauðum, hlustuðu á, þegar Wíum 1742 í bað-
stofunni á Egilsstöðum spurði Sunnefu um faðerni
síðara barnsins. Hafi hún þagað í fyrstu, en er
Wium bar það á hana, að Jón bróðir hennar ætti
barnið, hafi hún anzað: „Það verður svo að vera.“
Segjast bæði vitnin hafa skilið það sem játun, og
haldið, að orðalagið sprytti af blygðunarsemi henn-
ar. Hafi þetta þá þegar verið ritað niður, og vitn-
in undirskrifað, en ekki vita þau, hvort bókin hafi
verið lesin fyrir Sunnefu. Ekki segja þau heldur,
að Sunnefa hafi látið í ljósi neinn ótta við Wíum,
eða að hún kæmist ei upp með sannleikann fyrir
honum. Hvorugt vitnanna segist vita til, að Wíum
og Sunnefa hafi talazt við einslega í það sinn, en
annað vitnið segir, að Wíum hafi gengið inn í bað-
stofu á undan sér, og þegar það hafi komið þang-
að, hafi sýslumaður verið að lesa í Jónspostillu, en
hitt vitnið hafi komið að enn síðar. Nú er spurn-
ingin, hvað fór fram frá því Wíum gekk í bað-
stofuna, og þar til vitnið hitti hann við Jónsbókar-
lesturinn. Talaði hann þá við Sunnefu og beitti
hann þá við hana nokkru valdi? Það er ekki svo
lítil glornpa í framburði vitnanna, að þau kunna
frá engu þar um að segja. Það getur hafa