Blanda - 01.01.1936, Page 235
229
gerzt margt, þó Jónspostillulesturinn sé sakleysis-
legur.
Um þrjú fyrstu atriðin hafa vitnin verið Wíum
mestmegnis í vil. Um fjórða atriðið er öðru máli
að gegna, því þar sannast beinlínis upp á hann
hneykslanleg vanræksla í dómarastörfum, sem, hvað
sem öðru líður, er svo varið, að það hlýtur að vekja
grun um, að hann hafi ekki haft hreint í pokahorn-
inu.
Vitnin eru 6 um það atriði, 5, sem eiga að ha
setið dóminn, — þar i Sigurður Brynjólfsson og
Örnólfur Magnússon, — og einn, er nærstaddur var,
þegar hann var genginn.
Svo sem áður er getið, áttu dómarar samkvæmt
norsku lögum, er dæma skyldi mann fyrir glæp.
er liflát lá við, að nefna sér átta meðdómsmenn.
Eins og dómurinn frá 30. júní 1742 ber með sér,
Þykist Wium hafa gert þetta, og nefnir dómurinn
meðdómsmennina með nafni. En raunin á þvi verð-
ur nokkuð önnur. Svo er og ýmislegs annars þess,
er vera bar, og máli skifti, ekki gætt af honum.
Nú þegar taka átti vitnið um dóminn yfir beim
systkinum 1742, eru þegar tveir af þeim, sem Wíum
sagði hafa gengið með sér í dóminn, dauðir og það
íyrir löngu (sbr. bréf Wíums til Pingel 1748).
Grunurinn um, að dómurinn að þessu leyti væri
eitthvað krumfenginn frá Wíums hendi var ekki
nyr, eins og þessi frásögn ber með sér. Ekki er
samt undinn neinn bráður bugur að þvi að rann-
saka það atriði, því það er fyrst eftir að Wíum
hafði skrifað Pingel kvörtunarbréf um drátt málsins,
að farið er að hreyfa við því. 19. júní 1749 skip-
ar Pingel Bjarna sýslumanni í Skaftafellssýslu Niku-
Ussyni að halda próf yfir Sigurði Brynjólfssyni í
Kálfakoti, sem átti að hafa verið meðdómsmaður