Blanda - 01.01.1936, Side 239
233
um framburði þeirra þriggja vitna, er dóminn gengu
og síra Gríms Bessasonar: i) að Jóni og Sunnefu
hafi ekki verið stefnt fyrir réttinn á Bessastöðum.
heldur hafi þau verið látin koma þar óstefnd, þó
að þau reyndar sættu sig við það, 2) að enginn
sóknari var í málinu, og það, sem síðast og verst
var 3) að Jóni og Sunnefu var enginn talsmaður
settur, er þau voru dæmd. Þó er það allra verst,
að dómurinn, eins og kvartað var um fyrir lögþingis-
réttinum, ber það hvorki með sér, að neitt verulegt
próf hafi farið fram yfir Jóni og Sunnefu, né held-
ur, að þau hafi, svo að ótvírætt væri, játað á sig
brot sitt, og staðfesta vitnin eiginlega þá skoðun.
Síra Grímur segir að vísu, að Wíum hafi spurt Jón
greinilega, hvort hann væri faðir að barni Sunnefu,
°g sama minnir Bjarna, manninn, sem falsaði nafn
Sigurðar Brynjólfssonar í dómabókina, og er eftir-
tektarvert, hvað svar hans við spurningu um þetta
er líkt orðað og svar síra Gríms við sömu spurn-
ingu. En þau þrjú vitni, er dóminn sátu, muna ekki,
um hvað Wíum spurði, og bendir það til, að Wíum
hafi ekki valið meðdómsmenn sína af greindari end-
anum. En öllum „skilst“ þeirn „ekki öðru vísi“, en
að Jón og Sunnefa hafi játað. Er þetta mjög gæti-
lega — ef ekki grunsamlega — orðað, og verður
vitanlega að heimta, að dómendur hafi fulla vissu
um það, hverju sakborningar játa eða neita, en láti
sér ekki nægja, að þeim „hafi skilizt“ þetta eða hitt.
^að er því von, að sækjandanum, Pétri Þorsteins-
syni, verði að spyrja, hvort þeir hafi dæmt eftir
þessu prófi einu, og verða þeir að játa það.
Þar með er þessu réttarhaldi lokið, og er málið
þá enn einu sinni búið að steypa stömpum og taka
a sig þriðju myndina. Úr þessu er það ekki eins-