Blanda - 01.01.1936, Page 240
234
konar barnsfaðernismál Sunnefu og Wíums, heldur
snýst það nú um embættisafglöp hans. Þeir, sem
vildu koma Wíum á kné, höfðu ætlað að láta hon-
um verða hált á barneigninni, en ekkert var þar
að styðjast við, nema orð Sunnefu sjálfrar, því próf-
ið hafði um það atriði verið Wíum heldur í vil,
svo að sú ávirðing varð ekki notuð. En andstæð-
ingum Wiurns var sama, í hverri Keflavíkinni þeir
reru. Úr því að embættisafglöp voru til, voru þeir
í engu hraki, því að þau voru jafnhentug til að
fella hann. Þvi verður alls ekki neitað, þó að það
frekar afsannist en hitt af vitnunum, að Wíum hefði
verið of kunnugur Sunnefu, að misfellurnar á dauða-
dóminum 1742 eru, að því er virðist, meiri en
svo, að trassadómi og léttuð Wíums verði um kennt.
Það fer varla hjá því, að hann hafi vitað, hvað hann
var að gera, og þá er spurningin: Hví var hann að
þessu? Hafi hann tælt Sunnefu og Jón til að játa
undir því yfirskyni, að þá gæti hann bjargað þeim
og sér, sýnist hann með dauðadóminum, sem á
þeirri játningu bygðist, hafa ætlað að losa sig við
þau systkin svo sem með einu handbragði, og vera
svo sjálfur laus allra mála. Hafi svo verið, er einkar
eðlilegt, að hann hafi viljað láta þá menn ganga
með sér dóminn, sem honum væru handgengnir. Hins
vegar hefir vitanlega verið erfitt að ná í átta menn,
er vildu með honum vera að þeirri fúlmennsku, enda
hafa þeir, sem hann hefur trúað, líklega ekki orðið
nema þrír, og einn — Örnólf — hefir hann gripið upp
úr hópi þeirra manna, sem alþýða sagði hann hafa
svo mikið dálæti á — úr hópi sakamanna. Hitt er
og elcki að furða, þó honum hafi fipast að ganga
svo frá öllu þessu, að misfellurnar sæjust ekki. —
En hafi Wium verið sýkn, er engin skýring önnur