Blanda - 01.01.1936, Page 242
236
urö synja fyrir dómsetu sína meÖ eiÖi, mótmæli því
á fótinn á stefnunni 1. júní 1752 >á laganna krafti“,
að þaÖ verði gjört fyrri en sín vitni séu heyrS.
Hann kveðst ekki geta stefnt Sigurði í Múlasýslu
sökum kostnaðar, en lýsir hann þó við þetta tæki-
færi „eirn lygara".
Á Kleifaþingi 7. ágúst 1752 er Sigurður kominn
til að vinna eiðinn, og er þá felldur sá úrskurður
af Bjarna sýslumanni Nikulássyni um mótmæli Wí-
ums, að honum sé veittur frestur til 19. maí 1753
til að leiða sín vitni. Wíum stefnir nú 23. okt. 1752
Sigurði til að hlýða á vitni sín 5. maí 1753 á Bessa-
stöðum, og sendir hann stefnuna Bjarna sýslumanni
með beiðni um, að hún sé birt, og lætur þess getið,
að hann vilji, að málið komist fyrir lögþingið árið
eftir. Eins og hér standa sakir, sýnist alt ætla að
ganga sæmilega. En það hefir bersýnilega ekki ver-
ið nema til að sýnast, að Wíum hefir verið veittur
þessi langi frestur, því að Bjarni sýslumaður, sem
ef til vill hefir fengið skömm í hattinn hjá Pingel
fyrir frestinn, lét aldrei birta Sigurði stefnu Wí-
ums, og ber það fyrir sig, að hún hafi borizt sér
of seint; getur þess þó ekki, hvenær, og megi málið
ekki þar fyrir tefjast. Er þetta helber fyrirsláttur,
því hvernig gat málið tafizt af því, að Sigurður
þyrfti að mæta fyrir rétti á Bessastöðum 5. maí,
þó hann 19. maí ætti að vera á Kleifaþingi? Þeir
14 dagar, sem á munaði, voru nógir til að komast
á milli. En Sigurður kom vitanlega ekki á Bessa-
staði og bar fyrir sig, að sér hefði aldrei verið birt
stefnan.
19. maí 1753 er haldið þing á Kleifum til að
yfirheyra Sigurð, og er Wíum „upp hrópaður þrí-
gang“, en hann kemur hvorki sjálfur né neinn af