Blanda - 01.01.1936, Page 243
237
hans hendi. Ber SigurÖur þaS enn eina fer'Sina, aS
hann hafi hvorki veriÖ í dóminn nefndur á BessastöÖ-
um 1742, né heldur hafi hann veriÖ viðstaddur á
þinginu, er dauðadómurinn var uppkveðinn, og held-
ur ekki ritað undir dauðadóminn, og staðfestir hann
þetta með eiði.
Hvað viðvíkur vitnum Wíums, þá urðu þau ekki
tekin á Bessastöðum 5. maí, eins og til stóð, af því
að Sigurður kom þar ekki. Tekur Wíum því út
nýja stefnu til Sigurðar, að koma á Bessastaði 27.
ágúst 1753. Ríður hann sjálfur suður með stefn-
nna og lætur birta honum hana i Kálfafellskoti 17.
ntaí. Er það rétt hjá Kleifum, þar sem þingið átti
að halda 19. maí. En þar kom Wíum ekki, og er
það skrítið, úr því hann var þá þar um slóðir. Sig-
urður telur sig forfallaðann að koma 27. ágúst, en
leyfir að vitnin séu yfirheyrð, þó hann sé ekki við.
Nú er sett þingið 27. ágúst. Kemur þá Pétur
sýslumaður Þorsteinsson fram með skipun Magnús-
ar amtmanns Gíslasonar til að vera talsmaður Sig-
urðar, og leggur fram bréf frá Sigurði dags.
27- júní 1753, þar sem hann ber sig upp undan því
við Magnús amtmann Gíslason, að Wíum hafi á
næsta vorþingi eftir að dauðadómurinn var geng-
inn (þ. e. 1743), í viðurvist síra Magnúsar Guð-
niundssonar á Hallormsstað og Árna lögréttumanns
Þórðarsonar, fyrir norðan húsagarðinn á Bessa-
stöðum „með stórfelldum hnefahöggum mig fram-
an á andlitið slegið, svo að ég samstundis til jarð-
arinnar féll, svo að við fyrsta högg lagaði blóðið
ur báðum mínum vitum, eins þá ég upp aftur stóð“,
°S er á því skjali úrskurður amtmanns, að ekki megi
vitni um barsmíðina taka, því það sé fyrnt mál.
Eru nú og vitni Wíums, síra Grímur Bessason