Blanda - 01.01.1936, Page 246
240
slíku af þessum mönnuiu, sem hann þekkti persónu-
lega og hefði sýnt svo mikið traust. Hann heldur
bersýnilega, að þeir valdi drættinum í fjárgróða-
skyni og bætir þessu við: ,,Ég finn vel, að þeim
muni þykja sér meira á riða þeim illfengnum gróða,
sem þeim áskotnaðist, ef málið drægist á langinn,
en virðingu af mér. En séu þeir með svo lúalegu
hugarfari, eiga þeir ekki vinsemd mína skilið, og
bið ég yður að skila þessu til þeirra frá Rantzau
greifa og stiptamtmanni“. Rantzau greifi bætir því
við: „Því kærari sem börnin eru, því harðari ag-
inn!“ Þessu hinu sama átti og að skila til Péturs
sýslumanns Þorsteinssonar. Þetta eru afdráttarlaus
og hrein orð.
24. sept. s. á svarar Magnús lögmaður stiftamt-
manni á þá leið, að hann hafi árangurslaust beðið
eftir því, að Björn Markússon og Þórarinn Jóns-
son bæru af sér að hafa dregið Sunnefumálið, og
hafi hann því birt þeim hótanir stiftamtmanns, en
Magnús eggjar hann um leið lögeggjan, að láta nú
ekki lenda við stóryrðin tóm, „því skipan ófram-
kvæmd leiði af sér skeytingarleysi, og er þetta or-
sökin til þess, að ekki er farið eftir þeim til- og
fyrirskipunum, sem til íslands eru sendar, eins og
skyldi; það virðist því bráðnauðsynlegt, að hendur
séu látnar standa fram úr ermum við hina seku“.
17. ág. s. á. bera þeir Markús og Þórarinn af
sér „ósanngjarna og illgjarna kæru Wiums“. Sé hún
rógur einn, gerður til að grugga málið. Vegalengd-
ir, árferði og embættisannir — allt útúrdúrar, sem
legið hafa í landi hér öldum saman, — valdi drætt-
inum af þeirra hendi; hann sé því eðlilegur. Aðal-
drátturinn stafi af vitnaleiðslu Wíums um dómsetu
Sigurðar Brynjólfssonar. En þau vitni Wíums séu