Blanda - 01.01.1936, Page 247
241
grunsöm, og er þaÖ aÖ vísu satt, en þó er allt þetta
skrif þeirra fullt af alkunnum undanbrögSum. Samt
kemur eitt spánnýtt fram. Þeir segjast hafa stefnt
Wíum, Sunnefu, Jóni bró'ður hennar og SigurÖi
Brynjólfssyni til lögþingis 1752, en fallið frá því
aftur vegna mótmæla Wíums gegn þvi, að eiður væri
af Sigurði tekinn. Segja þeir Magnús Gíslason vita
þetta, en hvergi finnst skjal fyrir því. Tilkynna þeir
Rantzau 22. sept., að þeir hafi sent Magnúsi Gísla-
syni varnarskjal um dráttinn, en Magnús skrifar
honum 27. sept., segist hafa fengið vörnina og tekið
hana gilda.
Svar stiftamtmanns við lögeggjan Magnúsar
Gíslasonar skiptir að vísu engu fyrir SunnefumáliS,
en sýnir, í hvaða tóntegund bréfaviðskiptin milli
stjórnarinnar í Kaupmannahöfn og embættismanna
hér heima voru. Stiftamtmaður segir, að úr því nú
sé genginn dómur í málinu, megi við svo búið
standa, en „að öðru leyti hlýt eg að fallast á skoð-
un herra lögmannsins, og býst við því, að hann
sem settur amtmaður reynist röggsamur að fram-
kvæma skipanir þær, sem til landsins koma, því
mér skal vera ánægja að því að veita honum alla þá
aðstoð, sem eg get þrátt fyrir fjarlægðina.“
Víkur nú sögunni til málaferlanna aftur, þar
sem Björn Markússon og Þórarinn Jónsson þinga
í málinu 27. júní 1754 á Einarsstöðum í Reykjadal,
°g leggja partarnir fram vörn sína og sókn. Skort-
lr í þeim skjölum hvorki langmælgi né latínu, eins
°g þá var siður, og er orðalagið á þeim víða bráð-
spaugilegt. Á einum degi leggur Wíum ekki minna
611 fjórar varnir fyrir réttinn.
Kæruatriði sækjandans Péturs Þorsteinssonar
eru níu:
Blanda Vf. 16