Blanda - 01.01.1936, Page 249
243
6°) Að Jón og Sunnefa fái gjafsókn, en Pétur
„billegt salaríum".
Um þessi atriÖi er ekkert aÖ segja, nema hiÖ
fyrsta. Athugun á þvi bregÖur svo Ijómandi
skemmtilegri birtu yfir löggæzluna hér á landi þá.
Verri hryggðarmynd gefur varla á aÖ líta. Pétur
Þorsteinsson ber Wíum það á brýn, aÖ Jón og
Sunnefa hafi fengið að darka laus, ámeðan þau
voru í haldi hjá honum. Wíum er svo sem ekkert
að bera það af sér, sem heldur er ekki til neins, eins
og vitnaframburðirnir hér að framan bera með sér,
en hann afsakar sig með því, að svona sé það og
hafi veriÖ annars staðar. Hjá Jóni Oddssyni Hjalta-
lín í Reykjavík hafi Sunnefa gengið laus og „verið
vel erfiðandi“, og Jón Sunnefu-bróðir gekk og laus
og liðugur „til sérhvers erfiðis, sem annar vinnu-
maður, þegar hann var hjá Sigurði Stefánssyni“.
Að þessi frásögn Wíums sé sönn, staðfestir
Magnús Gíslason í bréfi til Rantzaus stiftamt-
manns 23. ágúst 1758 út af málskostnaðinum í
Wíums-málinu og bætir því við, að eins hafi farið
um fangana í vörzlum Péturs Þorsteinssonar, og
hafi hann enda látið Jón fara i sjóróðra fyrir sig.
Þykir Magnúsi það, sem von er, mesta forsmán, og
leggur til, að varðhaldskostnaðurinn sé ekki end-
urgreiddur, því þetta hafi ekkert varðhald verið;
það sé nóg borgun, að þeir komist klaklaust út úr
því. En svona var varðhaldið hjá öllum yfirvöld-
um þeirrar tíðar, hvort sem hátt settir voru eða
lágt. Er þar ekki lengra á að minnast en til Ólafs
stiftamtmanns Stefánssonnar (Stephensens). Var
það eitt af kæruatriðunum gegn honum, þegar hann
varð að fara úr embætti, að hann léti fangana úr
hegningarhúsinu í Reykjavík vinna fyrir sig utan
16*