Blanda - 01.01.1936, Page 250
244
hegningarhússins, og léti þá meðal annars róa fyrir
sig. Hitt mun þó hafa veriÖ fátítt, aS var'ðhaldi
fylgdu þau fríðindi, sem Jón Sunnefubróðir naut,
meðan hann var í „varðhaldinu" hjá Sigurði sýslu-
manni Stefánssyni, — hann átti nefnilega barn með
dóttur sýslumanns og annari konu þar á bænum.
Vörn Wíums er heldur veigalítil og bendir ekki
til, að hann hafi verið manna málsnjallastur, eins
og Gísli Konráðsson segir. Hann segir, að ekki
bendi það til, að Sunnefu hafi staðið neinn ótti
af sér, ef þau hafi verið jafnnákunnug og hún
vilji vera láta. Hann bendir á það, hversu heimsku-
legt það hefði verið af sér, ef satt væri, að þrúga
henni til að lýsa bróður sinn föður, heldur en ein-
hvern annan. Talsmann kveðst hann ekki hafa þurft
að setja systkinunum, því að játning þeirra hafi
verið afdráttar- og efalaus. Hann segir, að ómögu-
legt sé að vara sig á mönnum eins og Jóni og Sig-
urði meðdómsmönnum sínum, og telur sannað með
vitnum, að þeir hafi gengið með sér dóminn, en
um ástæður Örnólfs Magnússonar telur hann sér
hafa verið ókunnugt. Að öðru leyti játar hann, að
það vanti sannanir á báða bóga. Krefst hann að
sér sé dæmdur fríunareiður af barnsfaðernislýs-
ingu Sunnefu, og að hann sé sýknaður af öðrum
kröfum sækjanda.
í dómsforsendum sínum telja Bjöm Markússon
og Þórarinn Jónsson, að vitnin hafi um umgengni
Wíums við Súnnefu verið honum í vil. En alveg
ósannað telja þeir vera, að þau systkinin hafi játað
á sig blóðskömm í annað sinn. Annars vegar telja
þeir framburð þeirra manna, er þóttust hafa geng-
ið Bessastaðadóminn með Wíum, óljósan og lítt á-
byggilegan, en hins vegar fullsannað, að Jón Jóns-