Blanda - 01.01.1936, Page 252
246
snerti. Vann hann síðan eiðinn með þeim formála,
sem fyrir hann var lagður.
Þó að Wíum nú væri búinn að hrinda af sér
áburði Sunnefu með eiðnum, hefir almenningur
vafalaust áfellt hann eftir sefn áður, enda gefur
dómurinn nokkurt tilefni til þess. Því væri Wíum
sýkn, vantaði allan skynsamlegan tilgang með því
að reka málið gegn Jóni og Sunnefu með þeim hætti,
sem hann var dæmdur fyrir að hafa gjört. Og þó
Wíum tæki sama haustið út hæstaréttarstefnu í mál-
inu, virðast menn ekki hafa verið í vafa um, að
málið myndi þar fá sömu afdrif og fyrir nefndar-
dómnum, enda setjast menn óðar að reitum hans
eins og hrafnar að hræi. T. d. ritar Jón, settur sýslu-
maður, Sigurðsson 12. ágúst 1755 með mjög kringi-
legum fleðuyrðum umsókn til konungs um sýslu
Wíums. Er danskan í henni forkostuleg; biður hann
meðal annars þess, að konungur „í náð renni auga
til sin, konu sinnar og margra barna“. Sendir hann
umsókn sína til Rantzau stiftamtmanns með bréfi
dags. sama dag, og biður hann að koma henni á
framfæri, ef Wíum tapi í hæstarétti.
Um rekstur málsins fyrir hæstarétti vita menn nú
ekkert, því plögg réttarins frá þeim tíma fórust í
hallarbrunanum í Kaupmannahöfn 1794, en þar var
rétturinn til húsa. Hæstaréttarstefnan er komiti
hingað með vorsiglingunni 1755, því þá um haust-
ið (15. sept.) skrifar Pétur Þorsteinsson Rantzau
um, að sér, Jóni og Sunnefu verði settur talsmað-
ur í þeim rétti. Dómurinn virðist hafa fallið utn
haustið 1755, sem marka má af athugasemd, er
Rantzau við móttöku hefur gjört á bónarkvabbsbréf
Jóns Sigurðssonar, setn áður var drepið á. Ekki er
hæstaréttardómurinn heldur til, en 2. maí 1756 skrif-