Blanda - 01.01.1936, Síða 259
253
' Allmargt uppskrifta H. P. er geymt í Landsbókasafni.
Frumrit æfiágripsins er nú glataS. Það er prentaö hér
■eftir uppskrift Halldórs Helgasonar, skálds á Ásbjamar-
stööum, en hann er sonar-sonarsonur H. P. — R. /.].
Halldór Pálsson var fæddur á Sleggjulæk sumar-
dagsfyrsta morgun áriÖ 1773. Skír'Öur af séra Jóni
Jónssyni á Gilsbakka. Var síÖan fermdur af sama
presti árið 1787.
Foreldrar mínir, Páll Jónsson og Ingibjörg Er-
lendsdóttir, voru af bændafólki komin. Jón fa'ðir Páls,
fjórgiftur, var Guðmundsson, úr Aliðfirði. Var sú
kynslóð þaðan og sumpart úr Breiðafjarðardölum
eða Hvammssveit. Var nefndur Jón búandi í Þverár-
hlíð með flestum, ef ei öllum, sínum konum. Hann
var mikill járnsmiður og mannskapsmaður, en börn
hans dóu flest ung, utan þrír synir: Páll, Jón og
Árni, 0g ein dóttir. Af þeim flestum lifir ekkert.
En móðir mín, Ingibjörg Erlendsdóttir, var og
svo ættuð að norðan. Var Erlendur faðir hennar
frá Hólum í Hjaltadal kominn suður, bjó í Ey í
Stafholtstungum, tvígiftur. Var hún seinni konu
Hóttir. Voru mörg þau systkini, en fá þeirra, er
fólk sé frá komið. Þó átti þetta allt kyn sitt að
rekja til Norðlendinga, sem allt er nú á þessum tím-
um svo óljóst, að ekki verður talið. En lengi vel
komu vermenn suður, er töldu sig í þessa ætt, og
nefndu marga menn, er þar norðan lands þóttu efni-
legir, gifta og ógifta, frændur sína, er sögðu og
téðu sig komna af ætt Finns biskups. En af því að
um þetta tímabil var enginn af almúga, er þekkti
um glöggvari reikning um ættir sínar en vera kom-
mn af Adami, þá verður þetta hér um, sem ann-
að, ómögulega útfært. —
Foreldrar mínir byrjuðu búskap á Sleggjulæk hér