Blanda - 01.01.1936, Page 262
256
— Þegar ég sá til smiða, fann ég, að ég mundi
geta það og hermdi það svo eftir þeim, enda þurfti
ég á þessu öllu að halda síðar en sem hér var áð-
ur á vikið.
Árið 1788 komst ég i kunningsskap eða tal við
gamlan mann, Gísla Ófeigsson, ættaðan að austan.
Hafði hann tekið eftir mörgu og víða farið og
kynnzt við vitra menn; var einstaklega minnugur
og fróður, ég held, í öllum vísindum; hann hafði
ogsvo gengið á skóla, en hætt við vegna lærdóms-
breytinga; hann var á næsta bæ við mig kominn,
og fann ég hann oft. Opnaði hann fyrst dyr skyn-
semi minnar og áfýsti að sveigja mínar tilhneig-
ingar til frjálslegra fyrirtækja í lífinu, og láta sí'ð-
an með henni sannfróða reynslu útrýma heimsku,
hjátrú, iðjuleysi og gjálífi, ónýta aldrei nokkra
stund lífsins, meðan heilsa og fjör gæfist, heldur
brúka með því augnamiði, að það þá yrði á síð-
an til þarfa og sóma, svo maður þyrfti ekki að
standa á baki annara; grobba aldrei, heldur geta
mætt hverju, sem að bæri, til orða og verka. Hann
gaf mér „Tilraun og vegleiðslu reikningslistar“ Ó-
lafs Stefánssonar. Ég sat yfir rollum um fráfærur,
og í þeim frítímum reyndi ég mig við bókina og
komst fram i hana miðja, svo að ég gat sett upp
dæmi, likt og í henni var, í þeim 4 höfuðgreinum
reikningslistar að telja: leggja saman, draga frá,
margfalda, deila — og svo varð það ei meira.
En þegar ég var 19 vetra, fór ég vestur undir
Jokul, að Hellum, til róðra í 3 vor. Þá var Jón
Espólín orðinn sýslumaður Snæfellinga1) og sat
sunnna undir Jöklinum, á Brekkubæ. Ég komst
1) 1792—1797-