Blanda - 01.01.1936, Page 263
257
í kunningsskap við hann þessi vorin, því ég reri
þar nálægt. Hann var góSur viðfangs, vildi hjálpa
mér að skilja sem bezt við heimsku og fáfræði.
t’ótti honum ég kannske muna sumt, sem hann
sagði mér vorið áður. Já, það var í svo mörgu, sem
hann vildi leiða mig til þekkingar á fróðlegum lær-
dómum og vildi opna skilning minn betur og betur
með ýmislegu, er hann fann til, leitaði fast eftir,
til hvers ég væri allra hneigðastur, er þó mætti gjöra
þarfnað úr; sagði, ég skyldi á það lagið ganga, og
láta forlög ráða, hver ávöxtur yrði, en þó ekkert
hitt undir höfuð leggjast aldeilis, þvi ef ég nennti
þvi, sagði hann, ég mundi geta vaðið í öllu við
hvern einn með tíðinni — og það mundi mín kjör
verða. — En það, sem hann áður áfýsti mig helzt,
gat ég ómögulega. Hann vildi hjálpa mér, en átti
Þó örðugt. Ég fékk mig ei lausan heldur að heim-
an. og þarna lenti við, sem orðið er, og fyrir mér
hefur átt að liggja.
Nokkrum árum síðar, 1796, komst ég í kunn-
mgsskap við stúdent, Pétur Jónsson, nú prest til
Kálfatjarnar. Hann reri þá á Akranesi. Hann vildi
dálítið laga skrifhönd mina, en það var þá allt um
seinan. Hann sagði mér og marga upplýsandi hluti,
er ég skildi ei áður. En þá var ég kominn út í
aht annað, smíðar ýmislegar og annríki, bæði heima
°S viðar; varð héðan af upplýsingin og framförin
1 lærdómi ei meiri, og allt á hlaupum að henda úr
e'nu í annað. —
Loksins fór fyrir mér eins og fleirum, sem fara
v'lja að eiga með sig sjálfir, því 1800 um jóns-
"'essuleyti giftist ég unglingsstúlku af Akranesi,
Lórdísi dóttur Einars Sveinbjarnarsonar, af Svein-
Blanda VI.
17