Blanda - 01.01.1936, Page 265
259
voriÖ áÖur út i byl kindur minar, þá ég var við sjó,
en fékk þar kúgildi ineÖ jörðinni, líka arfreitur eft-
ir Jón bróður minn — þó ég fengi það ei fyrr en
skyldi.
Svo þarna fórum við að komast í leik með að
geta verið þaðan af neyðarlaus með bjargræði; því
ég fór að geta heyjað og átti því ei í heyleysi það-
an í frá, hvað sem á gekk, því skepnur hafa alltíð
verið fáar, en betur haldnar.
En árið 1814 hreppti ég þó þann skaða, að elzti
pilturinn1), á 15. ári, dó af brjóstveiki Var mér
það hinn mesti bagi, þar hann var dyggur og lag-
legur unglingur, skýr og skynsamur í mörgu, lik-
' Egur til að verða hagur, gat lesið flest, sem fyrir
kom. En aftur fjölguðu þó börnin, svo að við átt-
um alls saman r4, 6 pilta og 8 stúlkur. Ein þeirra2)
óeyði úr andarteppuhóstanum 1826, efnilegur ung-
lingur 12 vetra, en hin dóu kornung (sic).
Aldrei hélt ég vinnumann til þess 1832, er börn-
in fóru að giftast, því ég var aldrei svo efnugur,
að ég gæti staðið honum fyrir forsorgun og kaupi,
nieðan börnin voru í ómegð. Ég gat þá líka nokk-
UÖ sjálfur unnið og hafði líka heilsu. — Ég raul-
uði þetta eitt sinn með öðru fleira:
Forðum voru furðu lítil föng í hendi;
bæði átti ég börn og kvendi;
bjargir enginn manna sendi.
Það var satt. Þegar ég átti erfiðast, var eins og
enginn vildi þá sjá mig, eður gott gjöra; miklu
heldur síðan ég þurfti þess ekki. —
Það augnamið hafði ég ætíð, að ég skyldi láta
Guðmundur, f. 1799.
2) Þorgerður, f. 26. ágúst 1826.
17*