Blanda - 01.01.1936, Síða 266
2ÓO
mína líkams- og skynsemiskrafta erfiða og slitna
til þess að börn mín gætu orSiÖ sem aÖrar mann-
eskjur og komizt undan fótum þeirra, hvar til guS
gaf mér af náS sinni styrk, lukku og nægilega at-
vinnu, aS nú (1841) er hiS yngsta, 8 er nú lifa»
21 árs. Einar1) og Margrét2) gift systkinunum Sig'
ríSi og Þorbirni, börnum séra SigurSar heitins Þor-
bjarnarsonar á Lundum. En GuSrún3) og SigríÖ-
ur4) giftust bræSrum, Jóni og Daníel frá FróÖa-
stöSum, Jónssonum. Þetta gjörSist árini83i—’34-5)
1) Einar Halldórsson, f. 7. febr. 1801, bóndi á Ásbjarn-
arstöðum, kvæntur Sigriði Sigurðardóttur. Meðal barna
þeirra var Helgi bóndi á Ásbjarnarstöðum, faðir Halldórs
skálds, sem nú býr á Ásbjarnarstöðum. Siðari kona Ein-
ars var Halldóra Jónsdóttir frá Fróðastöðum.
2) Margrét Halldórsdóttir, f. 6. marz 1802, átti Þor-
björn Sigurðsson, prests Þorbjarnarsonar, gullsmiðs á
Lundum, Ólafssonar. Bjuggu á Helgavatni í Þverárhlíð.
Meðal barna þeirra voru Sigurður á Helgavatni, faðir
Guðmundar, er þar býr nú, Ólafur á Kaðalstöðum og Þór-
dís (d. 1927), er fyrst átti Sigurð Þorsteinsson, bónda á
Dýrastöðum, en síðan Þorstein Eiríksson, bónda í Neðranesi.
3) Guðrún Halldórsdóttir, f. S- ágúst 1806, átti Jón
bónda í Tóftahring, Jónsson, Brandssonar á Fróðastöðum.
Meðal barna þeirra var Halldór bóndi á Brúarreykjum.
4) Sigríður Halldórsdóttir, f. 14. ágúst 1818, giftist 1840
Daníel Jónssyni bónda og fræðimanni á Fróðastöðum. Börn
þeirra voru: Halldór alþingismaður í Langholti, d. í Ame-
ríku 1929, Brandur bóndi á Fróðastöðum og Guðrún kona
Halldórs Ólafssonar á Síðumúlaveggjum.
5) Önnur börn Halldórs, sem niðjar eru frá komnir,
voru þessi:
Jón á Svarfhóli, f. 27. okt. 1809, d. 1879. Meðal barna
hans var Þuríður, gift Birni Ásmundssyni, bónda á Svarf-
hóli. Þeirra börn m. a. Jósep bóndi á Svarfhóli, Guðmund-
ur sýslumaður í Borgarnesi og Jóhann hreppstj. á Akranesi.