Blanda - 01.01.1936, Page 267
2ÓI
Þa'ð var um 1824 og áður, að ég varð að hafa
afskipti með jörðina Sleggjulæk og Grim, en hann
var þar í óþakklæti hjá séra Jóni við búskap í ör-
vinglunar óstandi og trassaskap kominn í skuldir.
Að það tæki enda, hlaut ég að taka hann upp það-
an, sem síðan hefur hjá mér verið, þó það væri
ábætir, en ei slægur í eignum hans, en hann svo oft
sem ráðskertur. — Þá réðst ég og til að hafa jörð-
ina Helgavatn í andsvari eitt ár, unz Þorbjörn fyr-
ir þá umstilli fékk þá jörð. — En um árið 1835
fóru að minnka kraftar mínir, og missti ég líka sjón-
■na á hægra auganu, og loksins augað allt. Hefi svo
síðan hjarað við nokkuð tæpa heilsu. En til þessa
tíma, nú fram á góu 1841, getað aðhafzt smáveg-
i's, án þess að vera þyngsla ómagi og handbendi
hinna yngri. —
Á æfi minni hefi ég alltíð verið forvitinn og áfram
nm að nema fleira og fleira, eftir því sem komið
hefur mér fyrir sjónir, bæði ritgerðir, eða þá aðr-
ar athafnir manna, er horfa kynni til gagns og fróð-
ieiks. Fyrst ungur fór ég að hnýsast í dönsku, samt
sproklatínsku; gekk mér það lítið, því engin var
tilsögnin, nema fiska það úr orðabókum með sam-
anburði; gat þó loksins fleytt mér í því á við mína
Hka, 0g notað ýmsar ritgerðir danskar. Var ég og
hka oft við járn- og trésmíðar. Og eftir að ég eign-
Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 30. ágúst 1816, átti fyrr Ólaf
Finnsson bónda á Síðumúlaveggjum. Þeirra son Halldór
Ölafsson á Síðumúlaveggjum. Síðari maður Ingibjargar var
Jóhannes Sveinsson.
kíargt manna er af H. P. komið. Kristleifur Þorsteinsson
a Stóra-Kroppi hefir ritað nokkuð um ætt frá honum í
háttum sínum, sjá Héraðssögu Borgarfjarðar I., Rvík
bls. 199—201.