Blanda - 01.01.1936, Side 269
2Ö3
smíöa þurfti. — Ég gjörði hér um bil ioo faÖma
grjótbrú yfir ófær kviksyndi og keldur, hlóð þrjá
kálgarða hér um bil 60 faðma innanrúms, eður
......, sléttaði hér um bil á annað hundrað fer-
faðma og hafði aldrei öðrum karlmönnum verk að
segja, því ég gat ei af vinnumönnum straum stað-
ið með annarri fjölskyldu, allt til þess börn mín
fóru að hjálpa mér, fyrst til snúninga, er viðkom
skepnum o. s. frv. Þangað til mátti ég öllu lyfta,
er upp þurfti að hefja og nokkuð erfiði var á
vinnu; mátti því aldrei hugsa mikið. Voru efnin
lítil, en mín kona nærgætin og náttúrugóð að draga
þetta frarn.
Þegar ég var um tvítugt, tók ég fyrir mig að
skrifa upp allt, hvað yfir mig dreif, og margt, sem
skeði kringum mig daglega til minnis og reglu í
eina dagbók. Þessu hef ég fram haldið nú snart í
50 ár. Þar hjá á öllum þessum árum gripið ýmsa
smátíma ýmist að smíða eitthvað, binda bækur,
skrifa upp eitthvað, ellegar eiga eitthvað við bygg-
ingar, sérhvern smátíma til hvers þessa; ei meira
en ég gat af lokið í hvert sinn fyrir tekið. Sér-
deilis skrifaði ég, þegar ég var við sjóinn, marga
rímnaflokka og sögur og ýmislegt. Las og oft þar
°g heima eitthvað af þessu litla stund mér til
skemmtunar, en lagði það allt fljótlega frá mér,
nær annað nauðsynlegra þurfti fyrir að ganga.
Það hefur mér og viljað til lukku í lífinu, að
það fólk, er ég hefi haft yfir að segja, hefur allt,
svo skylt sem vandalaust, verið mér eftirlátt, hlýð-
ið og dyggt og trúfast, líka haft ráð og dáð, þótt
eg væri ekki nálægur. Svoddan hefur og oft aukið
Jnér ei litla ánægju, og fundið og svo sífellt náð-
arsama drottins handleiðslu á, og mér nærri í því