Blanda - 01.01.1936, Page 274
268
ætt frá honum. Óvist er, hvar Einar Jónsson hefir
dvalizt á uppvaxtarárum sínum. Sú sögn lifÖi meö-
al afkomenda Jóns í Miðkoti, að hann hefði flúiÖ
undan Skaftáreldunum. Nú gat það ekki átt sér stað,
að hann hefði flúið eldana, því Jón var dáinn áð-
ur en eldarnir geisuðu. Að þessi sögn hafi átt við
einhver rök að styðjast, er ekki óhugsanlegt, og að
það hafi verið Einar, sonur Jóns, sem flúði eld-
ana. Föðursystur Einars, þær Þóra og Valgerður,
bjuggu á þessu timabili á Skál á Síðu, vel efnum
búnar. Að þær hafi tekið Einar til uppfósturs, er
mjög líklegt. Móðir Einars hefir að líkindum verið
fremur fátæk. Hún missir mann sinn eftir stutta
sambúð, með tvö börn í ómegð. Að sanna það, að
Einar hafi alizt upp austur í Skaftafellssýslu, er þó-
ekki hægt. 1 upptalningum yfir þá, er flúðu eldana,
er aðeins getið um einn Einar Jónsson, og að hann
hafi farið til Vestmannaeyja.
Að líkindum hefir Einar byrjað búskap á Svína-
vatni i Grimsnesi. Þar er hann 1801 og þá kvænt-
ur fyrstu konu sinni, Ingveldi Þorleifsdóttur. Eru
þá þær mæðgur hjá honum, Katrín, hálfsystir hans,
og Margrét dóttir Katrinar, ásamt Helgu móður
Einars og Katrínar, og hjá Einari andaðist Helga um
1803, 72 ára. Katrin Skæringsdóttir átti aðra laun-
dóttur til, er Rannveig hét, með Jóni Bjarnasyni
úr Grímsnesi. Hún átti Björn bónda á Mýrum
í Flóa. Var hann Ásmundsson, Einarssonar. Þau
barnlaus. Einar og Ingveldur búa á Svínavatni til
1807. Þá flytjast þau að Skálholti og búa á hálfri
jörðinni. Hinn 28. ágúst 1811 fæddist þeim dóttir,
er skirð var Sigríður. En 11 dögum síðar andast
Ingveldur af afleiðingum barnsburðar. Þessi Sig-
riður varð seinni kona Kolbeins bónda á Hlemmi-