Blanda - 01.01.1936, Page 275
269
skeiði, síSar á Húsatóftum á Skeiðum, Eirikssonar
dannebrogsmanns á Reykjum á SkeiSum, Vigfúsar
'þar. Þau áttu engin börn. ÁriÖ 1812 býr Einar enn
í Skálholti og er þá giftur annari konu sinni, Mar-
gréti Steindórsdóttur, Sæmundssonar, frá Auðsholti
í Ölfusi. í Skálholti fæðist þeim fyrsta barn þeirra,
sem skírt var Ingveldur, fædd 1814. Hún átti Gest
Gíslason, bónda á Hæli í Gnúpverjahreppi. Einar
og Margrét áttu 10 börn. ÁriS 1815 flytzt Einar
-aS Laxárdal. JörS þessa kaupir hann og bjó hann
á henni til dauÖadags 1843. Sagt var, aS Margrét,
-miSkona Einars, hafi veriS skapstór, en þó dreng-
ur hinn bezti. Tápmikil hafSi hún veriS og ósér-
hlífin. Sannar þaS sögn sú af henni, er hér fer
•á eftir. Sú var venja þá, aS stía lömbum eftir sauS-
burS. Var þá oft eltingaleikur viÖ aSrekstur. Ein-
hverju sinni var þaS, er féS var rekiS í fjárrétt,
aS Margrét komst í eltingarleik viS stygga tvævetlu.
En Margrét var þunguS, og aÖ því komiS, aS hún
legSist á barnssæng. Gafst hún þá upp viÖ aS elta
lambána. Fór hún þá heim til sín, lagSist í rúmið
og fæddi barn um nóttina. Á þriðja degi eftir aS
Margrét hafði aliS barniS, fór hún á fætur. Gekk
hún þá út aS aðrekstrarréttinni. VarÖ þá fyrir henni
sama lambærin, sem hún gafst upp viS aS elta áS-
ur en hún lagÖist á barnssæng. Komst Margrét
nú i eltingarleik viS hana. Þegar ærin var kom-
fn í réttina, segir Margrét: ,,Þú varaSir þig ekki
á því, skitan þín, aS nú var ég léttari á mér aS
eltast við þig en síSast.“ Sagt var, aS Margrét hafi
Mdrei orSiS jafngóS eftir. KomiS hefir það fram
hjá niÖjum Margrétar, aS þeir hafa veriS athafna-
menn og drengskapar. Margrét andaðist áriS 1827.
Voru þá börn hennar i bernsku. Sama ár og Mar-