Blanda - 01.01.1936, Page 276
270
grét dó, gekk Einar aÖ eiga þri'ðj u konu sína, Sig'
ríÖi Stefánsdóttur. Þau áttu engin börn.
Allt bendir til þess, að Margrét Þormóðsdóttir
hafi alizt upp hjá Einari, móðurbróður sínum, þvi
i Laxárdal er hún 1816, þá 20 ára. SítSar giftist
Margrét suður á Álftanesi, Magnúsi á Eyvindar-
stöðum, Gestssyni á Brekku á Álftanesi, Jónssonar
í Helludal, er myrtur var 1775, Gizurarsonar í Hlíð
í Ytrihrepp, Greipssonar frá Einholti í Biskups-
tungum. Sonur Margrétar og Magnúsar var Þór-
oddur á Skeggjastöðum í Garði, er var faðir séra
Pálma á Hofsós. Einar Jónsson var búhöldur góð-
ur og átti hann margt sauðfjár. Laxárdalurinn er
ágæt sauðgöngujörð, og hafði Einar hagnýtt sér
þá kosti jarðarinnar. Einar var fróður maður, átti
hann allgott bókasafn, sem fágætt var, að alþýða
ætti á þeim tíma. Um 1820 orti Magnús alþingis-
maður Andrésson í Syðra-Langholti bændavísur um
alla búendur Hrunamannahrepps. Vísa Einars er
þannig:
Er Jóns kundur Einar fróður,
á Dal Laxár búandinn,
bókvit stundar baugarjóður,
bezt svo vaxi þekkingin.
í sálnaregistri Hrunakirkju er Einari gefinn þessi
vitnisburður: Fróður, stjórnsamur, fúllyndur. Fúl-
ljmdur er hann þó ekki talinn, nema eitt ár. Ef tif
vill hefir prestur verið að hefna sín á Einari, því
að sagt var, að Einar hefði oft átt í orðasennu við
presta sína um trúmál og leikið þá grátt. Nú munu
vera gleymdar flestar af viðræðum Einars við presta
sína viðvíkjandi trúmálum, en þó hafa lifað í minni
manna lítil brot af þeim.