Blanda - 01.01.1936, Page 277
271
Einu sinni hafði Einar sagt við prest sinn eftir
niessu: „í dag létuð þér guð gefa með hægri hend-
mni og taka gjöfina aftur með hinni vinstri. Þér
sögðuð, að fyrir ráðsályktun guðs hefði Kristur lið-
]ð krossdauðann til þess að friðþægja fyrir syndir
mannanna. En síðar í ræðunni sögðuð þér, að þeir,
sem illa breyttu í þessu lífi, yrðu að líða hegningu
1 öðru lífi fyrir brot sín. Þarna er hver kenningin
UPP á móti annari hjá yður. Ég get sagt yður, ef
þér vitið það ekki, af hverju Kristur leið krossdauða.
í*að var af því, að prestar Gyðinga þoldu ekki, að
flett væri ofan af hræsni þeirra. En það gjörði
Kristur." Öðru sinni eftir messugjörð segir Einar
við prest sinn: „Ef ég vissi það fyrir víst, að blóð-
fórn afmáði brot mín, þá fórnfærði ég Glæsi mín-
um.“ Glæsir var griðungur, sem Einar átti. Er þá
mælt, að prestur hafi hrist höfuðið og gengið burt.
Eftir dauða Einars Jónssonar tók Einar sonur
hans Laxárdalinn til ábúðar. Einar Einarsson var
fæddur 1819. Kona Einars var Rannveig, fædd 1819.
Éún var dóttir Einars bónda á Urriðafossi í Flóa,
■Magnússonar á Urriðafossi og víðar, Einarssonar
bónda á Skógsnesi (Snóksnesi), Þorkelssonar. Rann-
Veig var mesta dugnaðarkona. Hún þótti nokkuð gust-
mikill, orðmörg og ófeimin. Eiríkur Jónsson, bóndi
a Sólheimum, og Rannveig leiddu oft hesta sína
saman í orðahnippingum, en það hafði verið græsku-
laust gaman.
Laxárdalsbúandinn átti kirkjusókn að Hruna. Er
Stóra-Laxá á leiðinni. Einu sinni um vor fór fólkið
1 Laxárdal til Hrunakirkju og tók sér hesta í hag-
anum til þess að ríða yfir ána, og reið það berbakt.
annveig húsfreyja var meðal kirkjufólksins. Gekk
ön þá með barni, og hafði verið langt á leið kom-